Lífið

SKAM-fræði kennd við háskólann í Osló

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þættirnir verða sérstaklega teknir fyrir í námskeiði um net þáttaraðir við fjölmiðlafræðideild Háskólans í Osló.
Þættirnir verða sérstaklega teknir fyrir í námskeiði um net þáttaraðir við fjölmiðlafræðideild Háskólans í Osló. NRK
Aðdáendur norsku unglingaþáttanna SKAM geta nú fræðst enn frekar um þættina, en þættirnir verða sérstaklega teknir fyrir í námskeiði um net þáttaraðir við fjölmiðlafræðideild Háskólans í Osló.

Líkt og önnur námskeið við háskólann verða fyrirlestrarnir opnir almenningi en búast má við að töluverður áhugi verði á tímunum.

„Fólk þarf bara að mæta á staðinn, en ég get ekki ábyrgst að það verði pláss fyrir alla,“ segir Gry Cecilie Rustad, umsjónarkennari námskeiðisins, á vef háskólans.

Rustad segir að dægurefni eftir og fyrir ungar konur hafi ekki fengið mikið vægi innan fræðasamfélagsins hingað til en það sé ekki síður mikilvægt. Hún segir að hvítir, gagnkynhneigðir miðaldra karlmenn séu áberandi í línulegri dagskrá á meðan fjölbreytni er meiri í netþáttaröðum líkt og Skam.

Hún segir Skam vera brautryðjandi á nokkra veg. Í fyrsta lagi að hún gerist í rauntíma og að brot úr þáttunum birtist jafn óðum á vefnum. Í öðru lagi að persónurnar séu virkar á samfélagsmiðlum líkt og Instagram og Snapchat. Þættirnir séu því kjörið rannsóknarefni.

Tökur standa nú yfir á fjórðu þáttaröð SKAM og birti hið norska Dagbladet myndband af tökustað í morgun. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×