Lífið

Skyggnst bakvið tjöldin á Planet Earth 2 með David Attenborough

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
BBC One hefur birt myndband sem gefur áhorfendum innsýn í vinnuferli Attenborough.
BBC One hefur birt myndband sem gefur áhorfendum innsýn í vinnuferli Attenborough. Vísir/Skjáskot
Lýsingar David Attenborough í dýralífsmyndum hans eru fyrir löngu orðnar heimsfrægar. BBC One hefur nú birt myndband á Facebook síðu sinni sem gefur aðdáendum Attenborough einstaka innsýn í vinnuferli Attenborough þar sem hann vinnur að handriti og lýsingu fyrir hina gífurlega vinsælu þætti Planet Earth 2.

Attenborough notast við klassískar VHS spólur þegar hann vinnur myndefni fyrir þættina og upptaka fyrir hvern þátt tekur svo um tvær klukkustundir. 

Tónskáldið Hans Zimmer, sem semur tónlistina í þáttunum, segir að rödd Attenborough hafi fylgt honum alla ævi og geta eflaust margir tekið undir það.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×