Lífið

Planet Earth 2: Gíraffinn lét ljónið finna fyrir því

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ljónin ætluðu að leggja gildru en það tókst ekki vel.
Ljónin ætluðu að leggja gildru en það tókst ekki vel. Mynd/Skjáskot
Náttúrulífsþættirnir Planet Earth veita áhorfendum sínum oftar en ekki nýja sýn á heim náttúrunnar. Í nýjasta þættinum mátti sjá hvernig hópur ljóna reyndi að veiða gíraffa, án árangurs.

Í þættinum má sjá ljónin reyna að leggja gildru fyrir gírafann. Hópur ljóna elti hann á stað þar sem annað ljón beið eftir gíraffanum með það fyrir augum að fella hann.

Það gekk ekkert sérstaklega vel því gírafinn hljóp einfaldlega bara áfram og skellti ljóninu aftur niðri á jörðina líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan sem deilt var á Twitter-síðu BBC sem framleiðir þættina.


Tengdar fréttir

Eðluungi flýr undan fjölda snáka

Fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar Planet Earth 2 var sýndur í Bretlandi á sunnudaginn og hefur hann vakið mikla athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×