1.500 hestafla Audi R8 Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2016 10:56 Sportbíllinn Audi R8 hefur hingað til ekki þótt neinn letingi með sinni 610 hestafla 5,2 lítra V10 vél en það þykir sumum engan veginn nægt afl. Breytingafyrirtækið Speedriven í Chicago er einmitt á þeirri skoðun og tekur að sér að eiga við vél bílsins uns hún skilar 1.500 hestöflum til allra hjóla bílsins. Til þess að sjálfskiptingin í bílnum þoli allt þetta afl þarf einnig að eiga við hana og Speedriven breytir einnig fjöðrun bílsins svo hún henti betur þessu brjálaða afli. Speedriven setur tvær stórar forþjöppur ofan á vélina, eykur loftflæði hennar til muna, breytir innsprautun eldsneytis og liðkar fyrir loftflæði pústkerfisins. Eftir breytinguna er Audi R8 sléttar 2 sekúndur í 100 km hraða og fer kvartmíluna á undir 10 sekúndum og með 241 km endahraða. Það sést ekki mikið á ytra útliti þeirra R8 bíla sem Speedriven hefur breytt, en þó eru sérlega breiða 18 tommu afturdekk undir bílunum og 20 tommu dekk að framan. Speedriven ætlar að breyta 25 Audi R8 bílum og áhugasamir eigendur R8 þurfa bara að setja sig á samband við Speedriven og panta tíma fyrir breytingarnar. Ekki kemur fram hvað breytingar Speedriven kosta, en eitthvað þarf líklega að greiða fyrir auka 900 hestöfl. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir
Sportbíllinn Audi R8 hefur hingað til ekki þótt neinn letingi með sinni 610 hestafla 5,2 lítra V10 vél en það þykir sumum engan veginn nægt afl. Breytingafyrirtækið Speedriven í Chicago er einmitt á þeirri skoðun og tekur að sér að eiga við vél bílsins uns hún skilar 1.500 hestöflum til allra hjóla bílsins. Til þess að sjálfskiptingin í bílnum þoli allt þetta afl þarf einnig að eiga við hana og Speedriven breytir einnig fjöðrun bílsins svo hún henti betur þessu brjálaða afli. Speedriven setur tvær stórar forþjöppur ofan á vélina, eykur loftflæði hennar til muna, breytir innsprautun eldsneytis og liðkar fyrir loftflæði pústkerfisins. Eftir breytinguna er Audi R8 sléttar 2 sekúndur í 100 km hraða og fer kvartmíluna á undir 10 sekúndum og með 241 km endahraða. Það sést ekki mikið á ytra útliti þeirra R8 bíla sem Speedriven hefur breytt, en þó eru sérlega breiða 18 tommu afturdekk undir bílunum og 20 tommu dekk að framan. Speedriven ætlar að breyta 25 Audi R8 bílum og áhugasamir eigendur R8 þurfa bara að setja sig á samband við Speedriven og panta tíma fyrir breytingarnar. Ekki kemur fram hvað breytingar Speedriven kosta, en eitthvað þarf líklega að greiða fyrir auka 900 hestöfl.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir