Lífið

Eiðurinn fer til fimmtíu landa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Atriði úr kvikmyndinni Eiðurinn eftir Baltasar Kormák.
Atriði úr kvikmyndinni Eiðurinn eftir Baltasar Kormák. Mynd/ Lilja Jóns ©RVK Studios
Eiðurinn, kvikmynd Baltasars Kormáks, verður sýnd í yfir fimmtíu löndum. Aldrei áður hefur mynd eftir Baltsar selst eins vel á erlendum markaðsvæðum.

Í tilkynningu frá RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars segir að erlendir kaupendur hafa fengið sérstök eintök af myndinni til að skoða og hafi viðbrögð farið fram úr björtustu vonum.

Búið er að tryggja dreifingu á kvikmyndinni út um allan heim og verður hún sýnd í Bretlandi, Þýskalandi, Indlandi, Norðurlöndunum, Mið-Austurlöndunum og í Suður-Ameríku. Þá eru samningaviðræður í gangi um dreifingu í Bandaríkjunum, Kanada og Frakklandi.

Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á morgun sem er ein stærsta kvikmyndahátíð í heimi. Því næst fer myndin á kvikmyndahátíðina í San Sebastian á Spáni þar sem hún var valinn til þáttöku í aðalkeppni hátíðarinnar.

Myndin var forsýnd í Smárabíó í vikunni en fullt var út úr dyrum og þurftu gestir frá að hverfa.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×