Lífið

Christoph Waltz: „Hræðilega heimsk ákvörðun að yfirgefa ESB“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Vísir/Warner Bros.
Óskarsverðlauna hafinn Christoph Waltz er ekki par hrifinn af ákvörðun Breta að slíta sig frá Evrópusambandinu. Hann er þessa daganna að kynna kvikmyndina The Legend of Tarzan og var spurður af breskum blaðamanni Sky hvað honum fyndist um brotthvarf Breta og þá ákvörðun Nigel Farage hjá breska sjálfstæðisflokknum að hætta sem formaður flokksins eftir að hafa verið ötull stuðningsmaður þess að kveðja ESB.

„Auðvitað ákvað höfuðrottan að yfirgefa sökkvandi skip,“ sagði Waltz sem er þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum. „Það var óumflýjanlegt. Þeir reyndu að mála það eins og þetta væri hetjulegt brotthvarf – nei, þetta var hann að viðurkenna ósigur. Hann setti skottið á milli lappanna og flýja skip, eins og rottur gera. Að láta aðra um að þrífa upp skítinn og hverfa á braut til þess að sinna öðrum viðskiptum sem gefa betur. Það sýnir þér fyrirlitlegir þessir menn eru að þeir geta ekki einu sinni staðið með því sem þeir ollu.“

Waltz er þýsk/austurrískur og greinilega mikill stuðningsmaður ESB og segist ekki geta skilið þá hræðilega heimsku ákvörðun að yfirgefa sambandið. Myndband af viðtalinu má sjá hér fyrir neðan.

Hér er svo stikla úr nýju Tarzan myndinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×