Los Angeles Times fjallar um Borgarstjórann Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. júlí 2016 11:39 Jón Gnarr og Pétur Jóhann í hlutverkum sínum í þáttunum Borgarstjórinn. Vísir/RVK Studios Dagblaðið Los Angeles Times fjallaði á dögunum um Borgarstjórann væntanleg sjónvarpsseríu Jóns Gnarr. Blaðamaður dagblaðsins heimsótti Ísland og fékk að vera viðstaddur tökur á þættinum sem frumsýndur verður á Stöð 2 í haust. Það vekur greinilega heims athygli að gamanleikari sem tók pásu á sínum tíma til þess að verða borgarstjóri sé nú kominn aftur í grínið til þess að leika borgarstjórann. Þættinum er líkt við bandaríska gamanþáttinn Veep nema bara með raunverulegum stjórnmálamanni í aðalhlutverki.Nýtt plakat fyrir þáttinn þar sem sjá má Jón í hlutverki Borgarstjórans.VísirStjórnmálamenn muna ekki loforð sínÍ viðtalinu segir Jón fyrst tvö ár hans sem borgarstjóra hafa verið honum afar erfið. „Ég fékk í magann á hverjum degi vegna stress og árásargirni andstæðinga minna,“ segir Jón um borgarstjóratíð sína. Jón leikur ekki sjálfan sig í þáttunum heldur drykkfellda borgarstjórann Lúðvík sem man oftast ekki hverju hann lofaði eða hverjum vegna áfengisvanda síns. „Vandamál stjórnmálamanna er ekkert ósvipað. Þeir tala við svo marga, og gefa svo mörg loforð að þeir geta ómögulega munað hvað þeir sögðu við hvern.“Það gengur vel hjá þeim hjónum Jógu og Jóni Gnarr að taka upp Borgarstjórann og segir Jóga allt vinna með þeim.Vísir/EyþórEkki bara einn stjórnmálamaður að halda framhjáEiginkona Jóns, Jóhanna „Jóga“ Jóhannsdóttir, er samstarfsmaður Jóns við gerð Borgarstjórans og spyr blaðamaður hana hvort þættirnir eigi hugsanlega eftir að reita einhverja íslenska stjórnmálamenn til reiði þar sem þeir telji að persónur þáttanna eigi að vera skopmynd af þeim. „Ég held að margir eigi eftir að gera það,“ svarar Jóhanna. „Einhverjir verða að velta því fyrir sér hvort sögupersónan sem séu að svindla eigi að vera þeir. Til allrar lukku munu þeir ekki hafa neina hugmynd um það. Það er ekki bara einhver ein manneskja í íslenskum stjórnmálum að svindla.“ Hægt er að lesa alla umfjöllun Los Angeles Times um Borgarstjórann hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Dagblaðið Los Angeles Times fjallaði á dögunum um Borgarstjórann væntanleg sjónvarpsseríu Jóns Gnarr. Blaðamaður dagblaðsins heimsótti Ísland og fékk að vera viðstaddur tökur á þættinum sem frumsýndur verður á Stöð 2 í haust. Það vekur greinilega heims athygli að gamanleikari sem tók pásu á sínum tíma til þess að verða borgarstjóri sé nú kominn aftur í grínið til þess að leika borgarstjórann. Þættinum er líkt við bandaríska gamanþáttinn Veep nema bara með raunverulegum stjórnmálamanni í aðalhlutverki.Nýtt plakat fyrir þáttinn þar sem sjá má Jón í hlutverki Borgarstjórans.VísirStjórnmálamenn muna ekki loforð sínÍ viðtalinu segir Jón fyrst tvö ár hans sem borgarstjóra hafa verið honum afar erfið. „Ég fékk í magann á hverjum degi vegna stress og árásargirni andstæðinga minna,“ segir Jón um borgarstjóratíð sína. Jón leikur ekki sjálfan sig í þáttunum heldur drykkfellda borgarstjórann Lúðvík sem man oftast ekki hverju hann lofaði eða hverjum vegna áfengisvanda síns. „Vandamál stjórnmálamanna er ekkert ósvipað. Þeir tala við svo marga, og gefa svo mörg loforð að þeir geta ómögulega munað hvað þeir sögðu við hvern.“Það gengur vel hjá þeim hjónum Jógu og Jóni Gnarr að taka upp Borgarstjórann og segir Jóga allt vinna með þeim.Vísir/EyþórEkki bara einn stjórnmálamaður að halda framhjáEiginkona Jóns, Jóhanna „Jóga“ Jóhannsdóttir, er samstarfsmaður Jóns við gerð Borgarstjórans og spyr blaðamaður hana hvort þættirnir eigi hugsanlega eftir að reita einhverja íslenska stjórnmálamenn til reiði þar sem þeir telji að persónur þáttanna eigi að vera skopmynd af þeim. „Ég held að margir eigi eftir að gera það,“ svarar Jóhanna. „Einhverjir verða að velta því fyrir sér hvort sögupersónan sem séu að svindla eigi að vera þeir. Til allrar lukku munu þeir ekki hafa neina hugmynd um það. Það er ekki bara einhver ein manneskja í íslenskum stjórnmálum að svindla.“ Hægt er að lesa alla umfjöllun Los Angeles Times um Borgarstjórann hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira