Lífið

Upprunalegi Sulu ósáttur við samkynhneigð nýja Sulu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
George Takei hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra í gegnum tíðina.
George Takei hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra í gegnum tíðina. Vísir/Getty
Þrátt fyrir að margir hafi lýst yfir hrifningu á því að Star Trek persónan Hikaru Sulu myndi vera samkynhneigður í næstu Star Trek mynd er George Takei, sá sem lék Sulu í fyrstu, ekki sáttur við það.

Afstaða Takei þykir koma nokkuð á óvart enda er hann sjálfur samkynhneigður og þekktur fyrir baráttu sína fyrir réttindum samkynhneigðra.

Hann telur þó að væntanleg samkynhneigð Sulu gangi gegn þeirri persónu sem Sulu á að vera og sé of mikil umskipting á þeirri persónu sem Gene Roddenberry, skapari Star Trek, hafi lagt mikla vinnu í að skapa

John Cho, leikarinn sem leikur Hikaru Sulu í hinum nýju Star Trek myndum tilkynnti í gær að ákveðið hafi verið að Sulu yrði samkynhneigður í nýjustu Star Trek myndinni, Star Trek Beyond, sem væntanleg er á næstunni.

Takei vill þó endilega að Star Trek kynni til leiks samkynhneigða persónu, þó ekki Hikaru Sulu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×