Lífið

Hönnunargalli hugsanlegt banamein Anton Yelchin

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Anton Yelchin var rísandi stjarna í Hollywood en hann var 27 ára þegar hann lést.
Anton Yelchin var rísandi stjarna í Hollywood en hann var 27 ára þegar hann lést. Vísir/Getty
Hugsanlegt er að galli í hönnun Cherokee jeppana hafi valdið dauða leikarans Anton Yelchin sem lést af slysförum við innkeyslu hús síns í gær.

Árgerð 2015 af Cherokee jeppunum, eins og Anton Yelchin átti, var innkölluð vegna galla í gírskiptibúnaði bílana. Gallinn olli því að auðveldara var að ruglast og setja bílinn óvart í hlutlausan þegar viðkomandi ætlaði að leggja bílnum.

Týpan sem var endurkölluð gefur ekki frá sér kipp þegar skipt er á milli gíra.Vísir
Auðvelt að ruglast

Ástæðan fyrir innkölluninni á sínum tíma er að gírstöngin kipptist ekkert við þegar skipt var á milli gíra og því finna ökumenn innkölluðu jeppanna ekkert fyrir því þegar skipt er á milli gíra. Sé athyglin ekki algjörlega á ljósinu er auðvelt að ruglast á gírum.

Í árgerð 2016 hefur þessi galli verið lagaður.

Ekki er vitað með vissu hvort þetta sé ástæðan fyrir dauðsfalli Yelchin en hann lést eftir að bíll hans bakkaði á hann með þeim afleiðingum að leikarinn kramdist á milli hlið í innkeyrslu sinni og bílsins með þeim afleiðingum að hann gat ekki náð andanum.

Fréttastofa TMZ greindi frá.

Yelchin var 27 ára gamall og hafði leikið í fjöldamörgum myndum í Hollywood. Enn er eftir að frumsýna fimm myndir sem hann leikur í en þar á meðal er þriðja myndin í nýrri Star Trek seríu þar sem hann lék hinn rússneska Chekov. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×