„Minnti mig meira á að vinna í leikhúsi en bíómynd“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. júní 2016 15:24 Í dag verður nýjasta kvikmynd leikstjórans Steven Spielberg frumsýnt í Sambíóunum í Egilshöll. Kvikmyndin heitir The BFG sem er skammstöfun fyrir The Big Friendly Giant. Myndin er gerð eftir samnefndri bók breska barnahöfundarins Roald Dahl sem einnig skrifaði ævintýrin um Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna, Matildu og söguna um James og risavöxnu ferskjuna svo fátt eitt sé nefnt. Ólafur Darri Ólafsson var óvænt boðið hlutverk í myndinni án þess að þurfa að fara í leikaraprufur sem hann þáði auðvitað með þökkum. Þrátt fyrir að leika risa í myndinni er hans hlutverk ekki ýkja stórt en áhugavert fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem íslenskur leikari leikur persónu í erlendri bíómynd sem er tölvuteiknuð eftir hans eigin leik. „Þetta er unnið í því sem heitir motion-capture sem er eins og Gollum var gerður fyrir Hringadróttinssögu myndarinnar,“ segir Ólafur Darri sem naut þess í botn að takast á við verkefnið. „Það er mjög forvitnilegt að prufa þetta. Þetta minnti mig meira á það að vinna í leikhúsi en í bíómynd. Það eru svona 70-80 myndavélar í loftinu og maður er í gráum búning með hvítum punktum. Myndavélarnar eru að lesa endurskin af þessum punktum og ná þannig öllum líkamshreyfingum. Svo er maður með punkta í andlitinu og myndavél sem er bara að taka mynd af andlitnu á manni. Það er heilmikill búnaður sem er settur á mann og gaman að prufa þetta. Þetta minnir mann samt á leikhús því það er í raun ekkert sem heitir „að vera í kameru“ í þessu. Eða að „vera í bakgrunni“. Leikstjórinn getur skoðað hvaða sekúndubrot af þinni framkomu sem hann vill.“Leikur kokk í illu risaklíkunniÓlafur fer með hlutverk kokksins Maidmasher sem er hluti af illu risaklíkunni sem ógnar aðalpersónunni Sophie í myndinni. Þegar senurnar voru skotnar léku allir leikararnir sem fóru með hlutverk risa saman í einu. Tökur tóku sjö vikur og fóru fram í Vancouver. „Ég hélt kannski að þetta yrði takmarkandi fyrir leikara af því að maður væri ekki að leika með öðrum en það er ekki þannig. Við erum allir saman á sama tíma. Ég get vel hugsað mér að gera meira af þessu.“ Myndin var frumsýnd í Los Angeles á dögunum og mætti Ólafur Darri þangað. Í næstu viku verður myndin svo frumsýnd í London og mætir leikarinn einnig þangað.Ólafur mætir á frumsýninguna í kvöldÓlafur Darri mætir á frumsýningu myndarinnar hér á landi klukkan sex í kvöld í Egilshöll og ætlar að segja nokkur vel valin orð við gesti. Á morgun fer Ólafur svo til Marakkó þar sem hann fer í tökur fyrir aðra seríu bresku þáttanna The Missing. Ólafur lék nýverið í gamanþáttunum Lady Dynamite sem komu nýverið út á Netflix. Hann mun næst fara með hlutverk í þáttunum Emerald City sem gerðir eru upp úr sögunni um Dóróteu og Galdrakarlinn í Oz. Fyrir skömmu var kvikmyndin The White King frumsýnd á Edinborgarhátíðinni en þar leikur Ólafur meðal annars á móti Jonathan Pryce sem aðdáendur Game of Thrones þekkja í hlutverki Háspörvans sem náði völdum í Kings Landing í gegnum trúarflokk sinn í síðustu seríu.Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr The BFG. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þrífur enn klósettið og verslar í Bónus Ólafur Darri gerði lítið úr frægðinni í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. 23. mars 2016 18:51 Ólafur Darri í nýjustu risamynd Spielberg: Þurfti ekki að mæta í áheyrnarprufu "Hann hafði bara samband við mig upp úr þurru og bauð með hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, um hlutverk sitt í risamynd Steven Spielberg, The BFG. 8. apríl 2016 10:25 Nýtt textamyndband frá OMAM: Hrímaður Ólafur Darri túlkar Winter Sounds Jafnvel kuldalegri en í hlutverki Andra í Ófærð. 10. júní 2016 14:23 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Í dag verður nýjasta kvikmynd leikstjórans Steven Spielberg frumsýnt í Sambíóunum í Egilshöll. Kvikmyndin heitir The BFG sem er skammstöfun fyrir The Big Friendly Giant. Myndin er gerð eftir samnefndri bók breska barnahöfundarins Roald Dahl sem einnig skrifaði ævintýrin um Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna, Matildu og söguna um James og risavöxnu ferskjuna svo fátt eitt sé nefnt. Ólafur Darri Ólafsson var óvænt boðið hlutverk í myndinni án þess að þurfa að fara í leikaraprufur sem hann þáði auðvitað með þökkum. Þrátt fyrir að leika risa í myndinni er hans hlutverk ekki ýkja stórt en áhugavert fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem íslenskur leikari leikur persónu í erlendri bíómynd sem er tölvuteiknuð eftir hans eigin leik. „Þetta er unnið í því sem heitir motion-capture sem er eins og Gollum var gerður fyrir Hringadróttinssögu myndarinnar,“ segir Ólafur Darri sem naut þess í botn að takast á við verkefnið. „Það er mjög forvitnilegt að prufa þetta. Þetta minnti mig meira á það að vinna í leikhúsi en í bíómynd. Það eru svona 70-80 myndavélar í loftinu og maður er í gráum búning með hvítum punktum. Myndavélarnar eru að lesa endurskin af þessum punktum og ná þannig öllum líkamshreyfingum. Svo er maður með punkta í andlitinu og myndavél sem er bara að taka mynd af andlitnu á manni. Það er heilmikill búnaður sem er settur á mann og gaman að prufa þetta. Þetta minnir mann samt á leikhús því það er í raun ekkert sem heitir „að vera í kameru“ í þessu. Eða að „vera í bakgrunni“. Leikstjórinn getur skoðað hvaða sekúndubrot af þinni framkomu sem hann vill.“Leikur kokk í illu risaklíkunniÓlafur fer með hlutverk kokksins Maidmasher sem er hluti af illu risaklíkunni sem ógnar aðalpersónunni Sophie í myndinni. Þegar senurnar voru skotnar léku allir leikararnir sem fóru með hlutverk risa saman í einu. Tökur tóku sjö vikur og fóru fram í Vancouver. „Ég hélt kannski að þetta yrði takmarkandi fyrir leikara af því að maður væri ekki að leika með öðrum en það er ekki þannig. Við erum allir saman á sama tíma. Ég get vel hugsað mér að gera meira af þessu.“ Myndin var frumsýnd í Los Angeles á dögunum og mætti Ólafur Darri þangað. Í næstu viku verður myndin svo frumsýnd í London og mætir leikarinn einnig þangað.Ólafur mætir á frumsýninguna í kvöldÓlafur Darri mætir á frumsýningu myndarinnar hér á landi klukkan sex í kvöld í Egilshöll og ætlar að segja nokkur vel valin orð við gesti. Á morgun fer Ólafur svo til Marakkó þar sem hann fer í tökur fyrir aðra seríu bresku þáttanna The Missing. Ólafur lék nýverið í gamanþáttunum Lady Dynamite sem komu nýverið út á Netflix. Hann mun næst fara með hlutverk í þáttunum Emerald City sem gerðir eru upp úr sögunni um Dóróteu og Galdrakarlinn í Oz. Fyrir skömmu var kvikmyndin The White King frumsýnd á Edinborgarhátíðinni en þar leikur Ólafur meðal annars á móti Jonathan Pryce sem aðdáendur Game of Thrones þekkja í hlutverki Háspörvans sem náði völdum í Kings Landing í gegnum trúarflokk sinn í síðustu seríu.Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr The BFG.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þrífur enn klósettið og verslar í Bónus Ólafur Darri gerði lítið úr frægðinni í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. 23. mars 2016 18:51 Ólafur Darri í nýjustu risamynd Spielberg: Þurfti ekki að mæta í áheyrnarprufu "Hann hafði bara samband við mig upp úr þurru og bauð með hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, um hlutverk sitt í risamynd Steven Spielberg, The BFG. 8. apríl 2016 10:25 Nýtt textamyndband frá OMAM: Hrímaður Ólafur Darri túlkar Winter Sounds Jafnvel kuldalegri en í hlutverki Andra í Ófærð. 10. júní 2016 14:23 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Þrífur enn klósettið og verslar í Bónus Ólafur Darri gerði lítið úr frægðinni í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. 23. mars 2016 18:51
Ólafur Darri í nýjustu risamynd Spielberg: Þurfti ekki að mæta í áheyrnarprufu "Hann hafði bara samband við mig upp úr þurru og bauð með hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, um hlutverk sitt í risamynd Steven Spielberg, The BFG. 8. apríl 2016 10:25
Nýtt textamyndband frá OMAM: Hrímaður Ólafur Darri túlkar Winter Sounds Jafnvel kuldalegri en í hlutverki Andra í Ófærð. 10. júní 2016 14:23