FÍB býður fram hjálp við hröðun gatnaframkvæmda Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2016 09:57 Vegaskemmdir í gatnakerfi höfuborgarinnar eru komnar á það stig að mikilla aðgerða er þörf. FÍB hefur skrifað Innanríkisráðuneytinu bréf þar sem farið er fram á flýtt verði gatnaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og FÍB verði haft með í ráðum varðandi mögulegar aðgerðir er snúa tæknilegum útfærslum. Eftirfarandi bréf sendi FÍB til Ólafar Norðdal hjá Innanríkisráðuneytinu.Ályktun frá stjórn Félags íslenskra bifreiðaeigendaEins og ítrekað hefur komið fram hefur ástandi malbikaðra gatna og vega landsins hrakað mjög undanfarin ár og hættulegt slit, holumyndanir og brotskemmdir verið áberandi. Löngu er orðið ljóst að malbiksslitlag á vegum og götum er verulega endingarminna en í löndunum í kring um okkur. Þar er sjaldgæft að sjá skemmdir og slit af því tagi sem hér gefur hvarvetna að líta. Ástandið hefur mjög farið versnandi undanfarin ár og er full ástæða til að finna leiðir til að snúa óheillaþróuninni við. Margar ástæður hafa verið nefndar sem orsök þessa ástands - eins og að steinefnin í malbikinu séu ekki nægilega hörð, sjálft bikið sé ekki af réttri gerð, slitlagið sé ekki nægilega þykkt, hitastig á malbikinu sé ekki rétt hvort heldur í flutningi á útlagningarstað né í útlagningu, undirlag sé ekki nægilega gott o.s.frv. Hver eða hverjar ástæður ástandsins kunna að vera, eru afleiðingarnar mjög slæmar og kostnaðarsamar, fyrir samfélag og fyrir einstaklinga sem verða fyrir eigna- og líkamstjóni. Stjórn FÍB hefur fylgst náið með þessari þróun og umræðu um hana og ákveðið að fara þess á leit við innanríkisráðherra að skipa vinnuhóp sem meti stöðuna, greini ástæður ástandsins og geri tillögur til tafarlausra úrbóta. Mjög mikilvægt er að þessu verði hraðað til að árlegar viðhaldsframkvæmdir sem senn hefjast og standa munu næstu vikur og mánuði, geti orðið eins markvissar og árangursríkar og frekast er kostur. Með því móti mætti stöðva þá óheillaþróun sem fengið hefur að viðgangast undanfarin ár. Markmiðið hlýtur að vera að bæta umferðaræðarnar og um leið endingu þeirra og draga þannig úr viðhaldskostnaðinum og um leið úr tjónum á eigum vegfarenda, fækka slysum og minnka slysahættu. Sparnaður alls samfélagsins í heild gæti þannig orðið verulegur ef vel verður að verkum staðið. FÍB er tilbúið til að taka þátt í þessari vinnu og miðla af þeirri þekkingu – innlendri sem erlendri, sem félagið býr yfir. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent
FÍB hefur skrifað Innanríkisráðuneytinu bréf þar sem farið er fram á flýtt verði gatnaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og FÍB verði haft með í ráðum varðandi mögulegar aðgerðir er snúa tæknilegum útfærslum. Eftirfarandi bréf sendi FÍB til Ólafar Norðdal hjá Innanríkisráðuneytinu.Ályktun frá stjórn Félags íslenskra bifreiðaeigendaEins og ítrekað hefur komið fram hefur ástandi malbikaðra gatna og vega landsins hrakað mjög undanfarin ár og hættulegt slit, holumyndanir og brotskemmdir verið áberandi. Löngu er orðið ljóst að malbiksslitlag á vegum og götum er verulega endingarminna en í löndunum í kring um okkur. Þar er sjaldgæft að sjá skemmdir og slit af því tagi sem hér gefur hvarvetna að líta. Ástandið hefur mjög farið versnandi undanfarin ár og er full ástæða til að finna leiðir til að snúa óheillaþróuninni við. Margar ástæður hafa verið nefndar sem orsök þessa ástands - eins og að steinefnin í malbikinu séu ekki nægilega hörð, sjálft bikið sé ekki af réttri gerð, slitlagið sé ekki nægilega þykkt, hitastig á malbikinu sé ekki rétt hvort heldur í flutningi á útlagningarstað né í útlagningu, undirlag sé ekki nægilega gott o.s.frv. Hver eða hverjar ástæður ástandsins kunna að vera, eru afleiðingarnar mjög slæmar og kostnaðarsamar, fyrir samfélag og fyrir einstaklinga sem verða fyrir eigna- og líkamstjóni. Stjórn FÍB hefur fylgst náið með þessari þróun og umræðu um hana og ákveðið að fara þess á leit við innanríkisráðherra að skipa vinnuhóp sem meti stöðuna, greini ástæður ástandsins og geri tillögur til tafarlausra úrbóta. Mjög mikilvægt er að þessu verði hraðað til að árlegar viðhaldsframkvæmdir sem senn hefjast og standa munu næstu vikur og mánuði, geti orðið eins markvissar og árangursríkar og frekast er kostur. Með því móti mætti stöðva þá óheillaþróun sem fengið hefur að viðgangast undanfarin ár. Markmiðið hlýtur að vera að bæta umferðaræðarnar og um leið endingu þeirra og draga þannig úr viðhaldskostnaðinum og um leið úr tjónum á eigum vegfarenda, fækka slysum og minnka slysahættu. Sparnaður alls samfélagsins í heild gæti þannig orðið verulegur ef vel verður að verkum staðið. FÍB er tilbúið til að taka þátt í þessari vinnu og miðla af þeirri þekkingu – innlendri sem erlendri, sem félagið býr yfir.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent