Tígrisdýrið skiptir um ham Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2016 10:45 Torfærugeta bílsins er með ágætum. Reynsluakstur – Volkswagen Tiguan Volkswagen Tiguan jepplingurinn kom fyrst á markað árið 2007 og því kominn tími á nýja kynslóð bílsins. Alls hafa selst 2,8 milljón Tiguan bíla og því greinilega um vel heppnaðan bíla að ræða. Þessi fjöldi bíla myndi þekja 3.000 fótboltavelli ef þær stæðu þétt á þeim. Hann er nú seldur í 170 löndum því mikill alheimsbíll, enda sölunet Volkswagen afar þétt. Athygivert er að 60% þessara 2,8 milljón bíla hafa verið seldir í Evrópu og 25% þeirra í heimalandinu Þýskalandi. Útlitslega hefur Tiguan breyst mikið og það til góðs. Hann er með mun hvassari línum, rétt eins og margir af nýjum bílum frá stóru Volkswagen bílafjölskyldunni og má nefna nýja bíla Skoda því til sönnunar. Tiguan mun bæði bjóðast með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í ýmsum útfærslum hvað innréttingu og búnað varðar. Sem fyrr sér Volkswagen til þess að bíllinn fáist í útfærslu sem hentar kröfum allra en talsvert verðbil er á þeim.Lengist um 6 cm en léttist um 82 kílóNýr Tiguan hefur stækkað, er nú 6 sentimetrum lengri, 3 cm lengri milli hjóla, en 3 mm lægri og því sportlegri fyrir vikið. Skottrýmið hefur aukist talsvert með lengingunni, eða um 50 lítra og er nú 520 lítra. Aftusætisrými er nú stærra og fótarými betra og aftursætin eru nú á brautum og ef þau eru sett fram í fremstu stöðu stækkar skottrýmið í 615 lítra. Aftursætin geta færst fram og aftur um heila 18 cm. Þrátt fyrir stækkunina hefur Tiguan lést um 82 kíló, en miðað við stækkun bílsins og aukinn búnað hefði bíllinn átt að þyngjast um 66 kíló. Lækkun skottops uppá 5 cm auðveldar hleðslu hans og 7% stækkun skottopsins hjálpar ennfremur til.Fullfær um að kljást við torfærurÁ Íslandi er Tiguan í boði með 150 hestafla 2,0 lítra dísilvél og 150 hestafla 1,4 lítra bensínvél, en einnig verður hægt að sérpanta bílinn með 190 bensínvél. Dísilvélin er mjög sparneytin og eyðir aðeins 5,6 lítrum í blönduðum akstri og sú eyðsla sannaðist í reynsluakstrinum sem fór fram í Berlín og nágrenni. Bíllinn var einnig reyndur á sérútbúinni þrautabraut þar sem torfærugeta bílsins kom í ljós. Þar reyndist hann fullfær um að klífa brekkur með allt að 50% halla, eiga við mikinn hliðarhalla og talsverða ófærð. Óhætt er að segja að íslenskir kaupendur Tiguan geti treyst á þennan bíl til að skila sér á áfangastað þrátt fyrir að ýmsum hindrunum sé mætt á leiðinni. Aðaltilgangurinn með smíði jepplinga er að þeir séu þægilegir, nytsamlegir og auðvelt að umgangast þá. Þeir eru því ekki beinlínis hugsaðir með afburða aksturshæfni en sem jepplingur er þessi bíll þó býsna nálægt því en nokkuð er þó í land í samanburði við afburða akstusbíl eins og Volkswagen Passat sem ræður við talsvert snarpari akstur. Þannig er þessi bíll alls ekki hugsaður og bara hæð hans á vegi kemur í veg fyrir að aka megi honum eins og pönnukökuliggjandi fólksbíl.Gæti klórað í lúxusjepplingaflokkinnÞó svo að Tiguan muni að mestu keppa við jepplinga eins og Mazda CX-5, Ford Kuga, Nissan Qashqai og Renault Kadjar þá er ekki fjarri því að hann muni einnig keppa um hyllina við lúxusbíla eins og Audi Q3 og BMW X-1 og er það vegna þess hve bíllinn er vel útbúinn og innréttingin er orðin lúxusleg. Óhætt er að segja að Tiguan komi afar vel búinn, meira að segja í grunnútfærslunni. Hann kemur á ferlega flottum 17 tommu álfelgum, er með akreinavara, nálgunarvara að framan og aftan, halogen aðalljósum, 8 hátalara hljóðkerfi sem svínvirkar, stórum og flottum upplýsingaskjá með afburða upplausn, leðurklæddu aðgerðarstýri og þokuljósum með beygjustýringu, svo eitthvað af góðgætinu sé nefnt.Á samkeppnishæfu verðiVerðið á Tiguan hækkar á milli kynslóða, en hann fæst ódýrastur frá 5.390.000 kr. með litlu bensínvélinni og dýrastur í Higline útfærslu á 6.890.000 kr. og er þar um nokkuð hátt verð að ræða. Svo samkeppnisbílar séu bornir saman má nefna að Mazda CX-5 kostar frá 5.490.000 kr. og þá fjórhjóladrifinn, Ford Kuga einnig fjórhjóladrifinn frá 5.490.000 kr. og Nissan Quashqai frá 3.990.000 kr. með framhjóladrifi en aðeins 110 hestafla dísilvél. Það má því segja að nýr Tiguan sé á mjög svo samkeppnishæfu verði. Volkswagen Tiguan verður seinna á þessu ári í boði sem tengiltvinnbíll og er þar örugglega um áhugaverðan bíla að ræða.Kostir: Útlit, pláss, staðalbúnaður, rýmiÓkostir: Engir og rétt er að taka það fram að í bílablaði Fréttablaðsins í fyrradag stóð að bíllinn hafi fengið slælega einkunn í öryggisprófunum, en hið rétta er að það á við fyrri kynslóð bílsins og engar öryggisprófanir hafa birst um þessa nýja kynslóð bílsins. Skal það leiðrétt hér. 2,0 l. dísilvél með forþjöppu, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 147 g/km CO2 Hröðun: 9,3 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 5.890.000 kr. Umboð: HeklaKlifrað upp bratta brekku.Laglegt innanrými.Reffilegur á vegi.Glímt við þrautir.Bíllinn var prófaður í Berlín og næsta umhverfi borgarinnar. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent
Reynsluakstur – Volkswagen Tiguan Volkswagen Tiguan jepplingurinn kom fyrst á markað árið 2007 og því kominn tími á nýja kynslóð bílsins. Alls hafa selst 2,8 milljón Tiguan bíla og því greinilega um vel heppnaðan bíla að ræða. Þessi fjöldi bíla myndi þekja 3.000 fótboltavelli ef þær stæðu þétt á þeim. Hann er nú seldur í 170 löndum því mikill alheimsbíll, enda sölunet Volkswagen afar þétt. Athygivert er að 60% þessara 2,8 milljón bíla hafa verið seldir í Evrópu og 25% þeirra í heimalandinu Þýskalandi. Útlitslega hefur Tiguan breyst mikið og það til góðs. Hann er með mun hvassari línum, rétt eins og margir af nýjum bílum frá stóru Volkswagen bílafjölskyldunni og má nefna nýja bíla Skoda því til sönnunar. Tiguan mun bæði bjóðast með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í ýmsum útfærslum hvað innréttingu og búnað varðar. Sem fyrr sér Volkswagen til þess að bíllinn fáist í útfærslu sem hentar kröfum allra en talsvert verðbil er á þeim.Lengist um 6 cm en léttist um 82 kílóNýr Tiguan hefur stækkað, er nú 6 sentimetrum lengri, 3 cm lengri milli hjóla, en 3 mm lægri og því sportlegri fyrir vikið. Skottrýmið hefur aukist talsvert með lengingunni, eða um 50 lítra og er nú 520 lítra. Aftusætisrými er nú stærra og fótarými betra og aftursætin eru nú á brautum og ef þau eru sett fram í fremstu stöðu stækkar skottrýmið í 615 lítra. Aftursætin geta færst fram og aftur um heila 18 cm. Þrátt fyrir stækkunina hefur Tiguan lést um 82 kíló, en miðað við stækkun bílsins og aukinn búnað hefði bíllinn átt að þyngjast um 66 kíló. Lækkun skottops uppá 5 cm auðveldar hleðslu hans og 7% stækkun skottopsins hjálpar ennfremur til.Fullfær um að kljást við torfærurÁ Íslandi er Tiguan í boði með 150 hestafla 2,0 lítra dísilvél og 150 hestafla 1,4 lítra bensínvél, en einnig verður hægt að sérpanta bílinn með 190 bensínvél. Dísilvélin er mjög sparneytin og eyðir aðeins 5,6 lítrum í blönduðum akstri og sú eyðsla sannaðist í reynsluakstrinum sem fór fram í Berlín og nágrenni. Bíllinn var einnig reyndur á sérútbúinni þrautabraut þar sem torfærugeta bílsins kom í ljós. Þar reyndist hann fullfær um að klífa brekkur með allt að 50% halla, eiga við mikinn hliðarhalla og talsverða ófærð. Óhætt er að segja að íslenskir kaupendur Tiguan geti treyst á þennan bíl til að skila sér á áfangastað þrátt fyrir að ýmsum hindrunum sé mætt á leiðinni. Aðaltilgangurinn með smíði jepplinga er að þeir séu þægilegir, nytsamlegir og auðvelt að umgangast þá. Þeir eru því ekki beinlínis hugsaðir með afburða aksturshæfni en sem jepplingur er þessi bíll þó býsna nálægt því en nokkuð er þó í land í samanburði við afburða akstusbíl eins og Volkswagen Passat sem ræður við talsvert snarpari akstur. Þannig er þessi bíll alls ekki hugsaður og bara hæð hans á vegi kemur í veg fyrir að aka megi honum eins og pönnukökuliggjandi fólksbíl.Gæti klórað í lúxusjepplingaflokkinnÞó svo að Tiguan muni að mestu keppa við jepplinga eins og Mazda CX-5, Ford Kuga, Nissan Qashqai og Renault Kadjar þá er ekki fjarri því að hann muni einnig keppa um hyllina við lúxusbíla eins og Audi Q3 og BMW X-1 og er það vegna þess hve bíllinn er vel útbúinn og innréttingin er orðin lúxusleg. Óhætt er að segja að Tiguan komi afar vel búinn, meira að segja í grunnútfærslunni. Hann kemur á ferlega flottum 17 tommu álfelgum, er með akreinavara, nálgunarvara að framan og aftan, halogen aðalljósum, 8 hátalara hljóðkerfi sem svínvirkar, stórum og flottum upplýsingaskjá með afburða upplausn, leðurklæddu aðgerðarstýri og þokuljósum með beygjustýringu, svo eitthvað af góðgætinu sé nefnt.Á samkeppnishæfu verðiVerðið á Tiguan hækkar á milli kynslóða, en hann fæst ódýrastur frá 5.390.000 kr. með litlu bensínvélinni og dýrastur í Higline útfærslu á 6.890.000 kr. og er þar um nokkuð hátt verð að ræða. Svo samkeppnisbílar séu bornir saman má nefna að Mazda CX-5 kostar frá 5.490.000 kr. og þá fjórhjóladrifinn, Ford Kuga einnig fjórhjóladrifinn frá 5.490.000 kr. og Nissan Quashqai frá 3.990.000 kr. með framhjóladrifi en aðeins 110 hestafla dísilvél. Það má því segja að nýr Tiguan sé á mjög svo samkeppnishæfu verði. Volkswagen Tiguan verður seinna á þessu ári í boði sem tengiltvinnbíll og er þar örugglega um áhugaverðan bíla að ræða.Kostir: Útlit, pláss, staðalbúnaður, rýmiÓkostir: Engir og rétt er að taka það fram að í bílablaði Fréttablaðsins í fyrradag stóð að bíllinn hafi fengið slælega einkunn í öryggisprófunum, en hið rétta er að það á við fyrri kynslóð bílsins og engar öryggisprófanir hafa birst um þessa nýja kynslóð bílsins. Skal það leiðrétt hér. 2,0 l. dísilvél með forþjöppu, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 147 g/km CO2 Hröðun: 9,3 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 5.890.000 kr. Umboð: HeklaKlifrað upp bratta brekku.Laglegt innanrými.Reffilegur á vegi.Glímt við þrautir.Bíllinn var prófaður í Berlín og næsta umhverfi borgarinnar.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent