Lífið

House of Cards „trolla“ David Cameron

Samúel Karl Ólason skrifar
Kevin Spacey, sem Frank Underwood, og David Cameron.
Kevin Spacey, sem Frank Underwood, og David Cameron.
Forsvarsmenn hinna vinsælu þátta House of Cards hafa notið gífurlegrar hylli fyrir skot þeirra á David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þættirnir fjalla um stjórnmálamanninn Frank Underwood, sem óhætt er að segja að sé ekki siðprúðasti ímyndaði stjórnmálamaðurinn sem hefur birst á sjónvarpsskjám okkar.

Mikill þrýstingur hefur verið á Cameron í Bretlandi eftir að Panama-skjölin leiddu í ljós að faðir hans heitinn, Ian Cameron, stofnaði félag á Bahama-eyjum, Blairmore Holdings, á níunda áratug síðustu aldar sem gerði honum kleift að forðast skattgreiðslur á Bretlandseyjum.

Cameron hafði farið undan í flæmingi vegna málsins þar til í gær þegar hann viðurkenndi að hafa keypt hlut í aflandsfélagi föður síns fyrir 12,5 þúsund pund og seldi fyrir 30 þúsund pund, sem nemur um 5,2 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.

Hann ítrekar þó að hagnaðurinn hafi verið gefinn upp til skatts.

Myndskeiðið var birt við gamalt tíst Cameron um dyggðir þess að borga skatta. Stundum eru orð óþörf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×