Topplaus Optima Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2015 10:16 Afturhurðirnar opnast öfugt. Autoblog Þeir sjást ekki ýkja margir fjögurra dyra blæjubílarnir en Kia ætlar að sýna þennan Kia Optima á SEMA bílasýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum sem hefst brátt. Á SEMA sýningunni er ávallt mikið magn breyttra bíla sem margir hverjir eru ofuröflugir, en aðrir eru það vegna útlitsins og það á við þennan Kia Optima. Lítil hætta er á að Kia taki uppá því að fjöldaframleiða Optima með blæju en slíkir bílar hafa farið hallloka á síðustu árum og seljast dræmt. Þessi útfærsla á Optima er reyndar allrar athygli verð en það skaðar ekki að Optima er mjög fallega hannaður bíll. Þessi tiltekni bíll er með 245 hestafla vél, en þannig fæst Optima í Bandaríkjunum þó hann sé ekki í boði í Evrópu. Afturhurðir bílsins opnast öfugt, eins og sést á myndinni hér að ofan. Hann er á 20 tommu felgum sem eykur enn á gæjasvipinn. Kia verður einnig með mikið breyttan Sorento á SEMA sýningunni, en þar ætti að fara afar torfæruhæfur jeppi af myndum af honum að dæma.Torfæruhæfur og mikið breyttur Kia Sorento. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Þeir sjást ekki ýkja margir fjögurra dyra blæjubílarnir en Kia ætlar að sýna þennan Kia Optima á SEMA bílasýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum sem hefst brátt. Á SEMA sýningunni er ávallt mikið magn breyttra bíla sem margir hverjir eru ofuröflugir, en aðrir eru það vegna útlitsins og það á við þennan Kia Optima. Lítil hætta er á að Kia taki uppá því að fjöldaframleiða Optima með blæju en slíkir bílar hafa farið hallloka á síðustu árum og seljast dræmt. Þessi útfærsla á Optima er reyndar allrar athygli verð en það skaðar ekki að Optima er mjög fallega hannaður bíll. Þessi tiltekni bíll er með 245 hestafla vél, en þannig fæst Optima í Bandaríkjunum þó hann sé ekki í boði í Evrópu. Afturhurðir bílsins opnast öfugt, eins og sést á myndinni hér að ofan. Hann er á 20 tommu felgum sem eykur enn á gæjasvipinn. Kia verður einnig með mikið breyttan Sorento á SEMA sýningunni, en þar ætti að fara afar torfæruhæfur jeppi af myndum af honum að dæma.Torfæruhæfur og mikið breyttur Kia Sorento.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent