Fótbolti

Markalaust hjá drengjunum í Skotlandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Adam Örn Arnarson, bakvörður Nordsjælland og U21 árs liðsins.
Adam Örn Arnarson, bakvörður Nordsjælland og U21 árs liðsins. vísir/ernir
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri gerði markalaust jafntefli við Skotland í leik liðanna í Skotlandi í dag.

Ísland mætti til Aberdeen eftir góðan útisigur í Úkraínu í síðustu viku en tókst ekki að koma marki á heimamenn í leiknum í dag.

Drengirnir okkar eru sem fyrr í efsta sæti síns riðils með ellefu stig eftir fimm leiki, en þeir eru búnir að vinna þrjá leiki og gera tvö jafntefli.

Varnarleikur liðsins hefur verið mjög sterkur, en íslensku drengirnir eru aðeins búnir að fá á sig þrjú mörk í þessum fimm leikjum.

Frakkar skutu sér upp í annað sætið með sigri á Úkraínu á heimavelli, en þeir eru með sex stig eftir þrjá leiki líkt og Makedónía sem vann Norður-Írland, 2-1, í dag.

Íslenska liðið mætir næst Makedóníu ytra 24. mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×