Nýr Peugeot í París-Dakar Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2015 12:42 Peugeot 2008 DKR16 ætti að vera fær í flestan sjó í París-Dakar. Þeir gerast vart svakalegri bílarnir í útliti en þeir sem keppa í París-Dakar rallinu og það á við hann þennan. Peugeot ætlar að tefla fram þessum nýja ofurjeppa í næsta París-Dakar ralli sem hefst fljótlega á næsta ári. Peugeot var með í rallinu á þessu ári en náði ekkert sérstökum árangri. Nú á að gera miklu betur með þennan Peugeot 2008 DKR16 bíl sem tekur mikið fram þeim 2008 DKR bíl sem þeir tefldu fram fyrr í ár. Nýi bíllinn er bæði lengri og breiðari, en lægri. Mjög margt er breytt í bílnum og loftflæðið um bílinn tryggir meiri niðurþrýsting og stöðugleika og á þaki bílsins er loftinntak til kælingar vélarinnar. Vélin er víst mun aflmeiri en sú 340 hestafla vél sem var í bíl þeirra síðast. Hún er þó með sama sprengirými, þ.e. 3,0 lítra V6 með tveimur forþjöppum. Líkt og áður er aðeins drif á öðrum öxli bílsins. Felgur bílsins eru úr titanium og Michelin dekkin er min léttari en í forveranum. Peugeot hóf smíði þessa bíls um leið og keppninni lauk á þessu ári og hefur prófað bílinn bæði í keppninni China Silk Road Rally og við æfingar í Marokkó. Peugeot er með marga góða ökumenn í sínum röðum og fer þar fremstur Stéphane Peterhansel, tvöfaldur sigurvegari í World Rally Championship, Carlos Sainz, sigurvegari í Dakar og Cyril Despres sem unnið hefur mótorhjólahluta Dakar 5 sinnum. Það verður spennandi að sjá hvað þessir sigursælu ökumenn geta gert á þessum betrumbætta bíl Peugeot í næsta París-Dakar. Carlos Sainz rótar upp sandinum í Marokkó við æfingar. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Þeir gerast vart svakalegri bílarnir í útliti en þeir sem keppa í París-Dakar rallinu og það á við hann þennan. Peugeot ætlar að tefla fram þessum nýja ofurjeppa í næsta París-Dakar ralli sem hefst fljótlega á næsta ári. Peugeot var með í rallinu á þessu ári en náði ekkert sérstökum árangri. Nú á að gera miklu betur með þennan Peugeot 2008 DKR16 bíl sem tekur mikið fram þeim 2008 DKR bíl sem þeir tefldu fram fyrr í ár. Nýi bíllinn er bæði lengri og breiðari, en lægri. Mjög margt er breytt í bílnum og loftflæðið um bílinn tryggir meiri niðurþrýsting og stöðugleika og á þaki bílsins er loftinntak til kælingar vélarinnar. Vélin er víst mun aflmeiri en sú 340 hestafla vél sem var í bíl þeirra síðast. Hún er þó með sama sprengirými, þ.e. 3,0 lítra V6 með tveimur forþjöppum. Líkt og áður er aðeins drif á öðrum öxli bílsins. Felgur bílsins eru úr titanium og Michelin dekkin er min léttari en í forveranum. Peugeot hóf smíði þessa bíls um leið og keppninni lauk á þessu ári og hefur prófað bílinn bæði í keppninni China Silk Road Rally og við æfingar í Marokkó. Peugeot er með marga góða ökumenn í sínum röðum og fer þar fremstur Stéphane Peterhansel, tvöfaldur sigurvegari í World Rally Championship, Carlos Sainz, sigurvegari í Dakar og Cyril Despres sem unnið hefur mótorhjólahluta Dakar 5 sinnum. Það verður spennandi að sjá hvað þessir sigursælu ökumenn geta gert á þessum betrumbætta bíl Peugeot í næsta París-Dakar. Carlos Sainz rótar upp sandinum í Marokkó við æfingar.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent