Öflugasti hlaðbakur heims Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2015 08:45 Mercedes Benz AMG A45. Audi RS3 Sportback fékk ekki lengi að halda titlinum öflugasti hlaðbakur heims með sína 362 hestafla vél. Nú hefur Mercedes Benz kynnt nýjan AMG A45 bíl sinn sem í grunninn er smæsti framleiðslubíll Benz, A-Class. Allt þetta afl fær AMG A45 frá aðeins 2,0 lítra vél og hefur afl hennar aukist um 36 hestöfl og er nú 381 hestöfl. Það dugar þessum bíl til að komast í hundrað kílómetra hraða á 4,2 sekúndum, bæting uppá 0,4 sekúndur frá fyrri gerð bílsins. Vélinni tengist svo 7 gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum svo hann ætti að vera snöggur að skipta á milli gíra. Í nýja bílnum eru fjórar akstursstillingar, Comfort, Sport, Sport+ og Individual. Minnir dálítið á akstursstillingarnar í Porsche bílum. Að utan má helst aðgreina AMG A45 á hinum ýmsu vindskeiðum svo þessi kraftaköggull smjúgi nú vel í gegnum loftið þegar allt aflið er notað. Áberandi er afar stór vindskeið aftan á bílnum. Að innan hefur bíllinn breyst heilmikið, mælarnir eru gjörbreyttir með nýrri grafík, efnisnotkun og frágangur er betri og meira lagt í sætin. Apple CarPlay og MirrorLink-tengingar eru fyrir Apple síma ásamt margskonar öðrum tækninýjungum, meðal annars launch-assist búnað sem nota skal ef hratt skal tekið af stað. Af nýrri gerð A-Class má velja á milli 17 mismunandi gerða og eru nýjar dísilvélar á meðal valkosta. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Audi RS3 Sportback fékk ekki lengi að halda titlinum öflugasti hlaðbakur heims með sína 362 hestafla vél. Nú hefur Mercedes Benz kynnt nýjan AMG A45 bíl sinn sem í grunninn er smæsti framleiðslubíll Benz, A-Class. Allt þetta afl fær AMG A45 frá aðeins 2,0 lítra vél og hefur afl hennar aukist um 36 hestöfl og er nú 381 hestöfl. Það dugar þessum bíl til að komast í hundrað kílómetra hraða á 4,2 sekúndum, bæting uppá 0,4 sekúndur frá fyrri gerð bílsins. Vélinni tengist svo 7 gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum svo hann ætti að vera snöggur að skipta á milli gíra. Í nýja bílnum eru fjórar akstursstillingar, Comfort, Sport, Sport+ og Individual. Minnir dálítið á akstursstillingarnar í Porsche bílum. Að utan má helst aðgreina AMG A45 á hinum ýmsu vindskeiðum svo þessi kraftaköggull smjúgi nú vel í gegnum loftið þegar allt aflið er notað. Áberandi er afar stór vindskeið aftan á bílnum. Að innan hefur bíllinn breyst heilmikið, mælarnir eru gjörbreyttir með nýrri grafík, efnisnotkun og frágangur er betri og meira lagt í sætin. Apple CarPlay og MirrorLink-tengingar eru fyrir Apple síma ásamt margskonar öðrum tækninýjungum, meðal annars launch-assist búnað sem nota skal ef hratt skal tekið af stað. Af nýrri gerð A-Class má velja á milli 17 mismunandi gerða og eru nýjar dísilvélar á meðal valkosta.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent