Sjálfvirk neyðarhemlun minnkar aftanákeyrslur um 38% Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2015 09:52 Sjálfvirk neyðarhemlun í bílum forðar mörgum árekstrunum. Sífellt fleiri bílar eru nú útbúnir sjálfvirkri neyðarhemlun sem sér um að stöðva þá ef stefnir í árekstur. Svo virðist sem full þörf sé fyrir slíkan búnað en könnun á vegum Euro NCAP og hinu ástralska ANCAP leiðir í ljós að þessi búnaður fækkar aftanákeyslum um 38%. Þessi búnaður virðist virka best á milli 30 og 50 kílómetra hraða. Ef farið er hraðar en 60 virðist þessi búnaður hinsvegar hafa lítil áhrif og hvorki minnkun né aukning er á árekstrum ef farið er svo hratt. Eini ókosturinn við þennan búnað í bílum er að með honum aukast líkur á að bílar sem á eftir þeim koma og ekki eru með slíkum búnaði séu líklegri til aftanákeyrsla. Þessu væri ekki að heilsa ef allir bílar væru með þessum búnaði, en þessi staðreynd sýnir að búnaðurinn er sneggri að bregðast við en mannleg viðbrögð við sömu aðstæður. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Sífellt fleiri bílar eru nú útbúnir sjálfvirkri neyðarhemlun sem sér um að stöðva þá ef stefnir í árekstur. Svo virðist sem full þörf sé fyrir slíkan búnað en könnun á vegum Euro NCAP og hinu ástralska ANCAP leiðir í ljós að þessi búnaður fækkar aftanákeyslum um 38%. Þessi búnaður virðist virka best á milli 30 og 50 kílómetra hraða. Ef farið er hraðar en 60 virðist þessi búnaður hinsvegar hafa lítil áhrif og hvorki minnkun né aukning er á árekstrum ef farið er svo hratt. Eini ókosturinn við þennan búnað í bílum er að með honum aukast líkur á að bílar sem á eftir þeim koma og ekki eru með slíkum búnaði séu líklegri til aftanákeyrsla. Þessu væri ekki að heilsa ef allir bílar væru með þessum búnaði, en þessi staðreynd sýnir að búnaðurinn er sneggri að bregðast við en mannleg viðbrögð við sömu aðstæður.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent