Fast & Furious 7 tekjuhæsta kvikmynd frá upphafi í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2015 10:18 Jason Statham, einn leikara í Fast & Furious 7. Nýjasta kvikmyndin í Fast & Furious myndaröðinni, sú sjöunda, er nú í sýningu um allan heim og gengur gríðarlega vel. Svo vel gengur að sýna hana í Kína að engin kvikmynd hefur halað inn meiri tekjur í kínverskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Í kína hefur myndin skapað 326 milljón dala tekjur og 11,5 milljón manns hafa séð myndina þar. Margir furða sig á þessum miklu vinsældum myndarinnar í Kína, sem og í öðrum löndum heims. Ekki síst er það í ljósi þess að myndin hefur almennt fengið slæma dóma kvikmyndagagnrýnenda og þykir mikil froða um ekki neitt og afar óraunhæfar senur þekja myndina alla og að hún gengur mun meira út á sprengingar en flott bílaatriði. Að því er ekki spurt ef peningarnir streyma í kassann og framleiðendur myndarinnar fara hlæjandi í bankann og gera áætlanir um næstu mynd, sem koma á út í apríl árið 2017. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Nýjasta kvikmyndin í Fast & Furious myndaröðinni, sú sjöunda, er nú í sýningu um allan heim og gengur gríðarlega vel. Svo vel gengur að sýna hana í Kína að engin kvikmynd hefur halað inn meiri tekjur í kínverskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Í kína hefur myndin skapað 326 milljón dala tekjur og 11,5 milljón manns hafa séð myndina þar. Margir furða sig á þessum miklu vinsældum myndarinnar í Kína, sem og í öðrum löndum heims. Ekki síst er það í ljósi þess að myndin hefur almennt fengið slæma dóma kvikmyndagagnrýnenda og þykir mikil froða um ekki neitt og afar óraunhæfar senur þekja myndina alla og að hún gengur mun meira út á sprengingar en flott bílaatriði. Að því er ekki spurt ef peningarnir streyma í kassann og framleiðendur myndarinnar fara hlæjandi í bankann og gera áætlanir um næstu mynd, sem koma á út í apríl árið 2017.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent