Rolls Royce staðfestir smíði jeppa Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2015 13:06 Svona gæti jeppi frá Rolls Royce litið út. SUV Cars Lengi hefur verið ýjað að því að breski bílasmiðurinn Rolls Royce ætli að smíða jeppa, rétt eins og Bentley, Maserati og Jaguar ætla að gera. Nú er það orðið staðfest frá forstjóra Rolls Royce og segir hann að reyndar sé um að ræða lúxusbíl líkan öðrum bílum þeirra, en hæfan til aksturs við hvaða aðstæður sem er. Það þýðir einfaldlega jeppi! Þessi nýi jeppi verður smíðaður að mestu úr áli. Rolls Royce ætti að geta leitað í smiðju eiganda síns, þ.e. BMW, við smíði þessa bíls, en þar er dágóð þekking til slíks til staðar. Rolls Royce segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa átt mörg samtöl við trygga viðskiptavini sína, en þeir virðast hafa óskað eftir jeppa frá fyrirtækinu. Ekki lét forstjórinn uppi hvenær bíllinn kemur á markað. Rolls Royce seldi 4.063 bíla í fyrra og ætlar vafalaust að auka mjög við árssölu fyrirtækisins með þessu útspili. Bentley, helsti samkeppnisaðili Rolls Royce, er nú að þróa Bentayga jeppa sinn og kemur hann í sölu á næsta ári. Bentley hefur nú þegar fengið 4.000 pantanir í jeppa sinn og það hefur eflaust hvatt Rolls Royce við ákvarðanatöku sína. Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður
Lengi hefur verið ýjað að því að breski bílasmiðurinn Rolls Royce ætli að smíða jeppa, rétt eins og Bentley, Maserati og Jaguar ætla að gera. Nú er það orðið staðfest frá forstjóra Rolls Royce og segir hann að reyndar sé um að ræða lúxusbíl líkan öðrum bílum þeirra, en hæfan til aksturs við hvaða aðstæður sem er. Það þýðir einfaldlega jeppi! Þessi nýi jeppi verður smíðaður að mestu úr áli. Rolls Royce ætti að geta leitað í smiðju eiganda síns, þ.e. BMW, við smíði þessa bíls, en þar er dágóð þekking til slíks til staðar. Rolls Royce segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa átt mörg samtöl við trygga viðskiptavini sína, en þeir virðast hafa óskað eftir jeppa frá fyrirtækinu. Ekki lét forstjórinn uppi hvenær bíllinn kemur á markað. Rolls Royce seldi 4.063 bíla í fyrra og ætlar vafalaust að auka mjög við árssölu fyrirtækisins með þessu útspili. Bentley, helsti samkeppnisaðili Rolls Royce, er nú að þróa Bentayga jeppa sinn og kemur hann í sölu á næsta ári. Bentley hefur nú þegar fengið 4.000 pantanir í jeppa sinn og það hefur eflaust hvatt Rolls Royce við ákvarðanatöku sína.
Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður