Fer Ferrari frá Ítalíu? Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 14:54 Höfuðstöðvar Ferrari í Maranello á Ítalíu. Hjá ítalska sportbílaframleiðandanum Ferrari er verið að velta því fyrir sér að flytja höfuðstöðvar sínar frá Ítalíu og fylgja með því í fótspor fyrrum eiganda síns, Fiat sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar til London. Yrði þetta gert af skattalegum forsendum, eins og hjá Fiat. Fyrirtækjaskattur á Ítalíu er 31,4%, en 20% í Bretlandi. Ef af flutningi yrði myndi það ekki breyta neinu um að bæði þróun og framleiðsla Ferrari bíla færi fram í Maranello, suður af Mílanó á Ítalíu. Lokaákvörðun um flutning höfuðstöðva Ferrari verður tekin á fyrstu mánuðum næsta árs. Ef Ferrari færi frá Ítalíu yrði það enn eitt áfallið fyrir þjóðina, sem er að berjast við að komast í gegnum efnahagslægðina frá 2008, en tekst það illa. Hagkerfi Ítalíu hefur verið í mikilli lægð síðustu 14 ár og samdráttur hefur orðið í 10 ársfjórðungum af síðustu 11. Atvinnuleysi er nærri því hæsta sem þar hefur orðið frá upphafi og margir Ítalir hafa flúið þetta ástand til annarra landa og voru þeir 126.000 á síðasta ári. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður
Hjá ítalska sportbílaframleiðandanum Ferrari er verið að velta því fyrir sér að flytja höfuðstöðvar sínar frá Ítalíu og fylgja með því í fótspor fyrrum eiganda síns, Fiat sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar til London. Yrði þetta gert af skattalegum forsendum, eins og hjá Fiat. Fyrirtækjaskattur á Ítalíu er 31,4%, en 20% í Bretlandi. Ef af flutningi yrði myndi það ekki breyta neinu um að bæði þróun og framleiðsla Ferrari bíla færi fram í Maranello, suður af Mílanó á Ítalíu. Lokaákvörðun um flutning höfuðstöðva Ferrari verður tekin á fyrstu mánuðum næsta árs. Ef Ferrari færi frá Ítalíu yrði það enn eitt áfallið fyrir þjóðina, sem er að berjast við að komast í gegnum efnahagslægðina frá 2008, en tekst það illa. Hagkerfi Ítalíu hefur verið í mikilli lægð síðustu 14 ár og samdráttur hefur orðið í 10 ársfjórðungum af síðustu 11. Atvinnuleysi er nærri því hæsta sem þar hefur orðið frá upphafi og margir Ítalir hafa flúið þetta ástand til annarra landa og voru þeir 126.000 á síðasta ári.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður