Peugeot 308 GT Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 14:16 Peugeot 308 GT. Núverandi bíll ársins er Peugeot 308 og var kjörinn með fáheyrðum yfirburðum fyrr á árinu. Það kemur því vart á óvart að Peugeot vilji fjölga útgáfum þessa bíls og ætlar því að framleiða kraftaútgáfu af bílnum góða sem heita mun Peugeot 308 GT. Hann verður með sömu vél og finnst í Peugeot 208 bílnum, 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem fær þó örlitla aflaukningu og skilar 202 hestöflum. Hún hendir 308 GT bílnum í hundraðið á 7,5 sekúndum. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn 308 bíll, með stífari fjöðrun, stærri bremsum og sportlegri innréttingu. Kaupendur geta valið á milli „sedan“-lags bílsins og langbaksgerð, líkt og Ford býður með Focus ST bíl sinn. Þá verður einnig í boði kröftug dísilútgáfa Peugeot 308 með 177 hestafla vél og 295 pund/feta togi. Er þar ekki ólíkur bíll á ferð og Volkswagen Golf GTD eða nýr Ford Focus diesel. Peugeot 308 GT verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent
Núverandi bíll ársins er Peugeot 308 og var kjörinn með fáheyrðum yfirburðum fyrr á árinu. Það kemur því vart á óvart að Peugeot vilji fjölga útgáfum þessa bíls og ætlar því að framleiða kraftaútgáfu af bílnum góða sem heita mun Peugeot 308 GT. Hann verður með sömu vél og finnst í Peugeot 208 bílnum, 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem fær þó örlitla aflaukningu og skilar 202 hestöflum. Hún hendir 308 GT bílnum í hundraðið á 7,5 sekúndum. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn 308 bíll, með stífari fjöðrun, stærri bremsum og sportlegri innréttingu. Kaupendur geta valið á milli „sedan“-lags bílsins og langbaksgerð, líkt og Ford býður með Focus ST bíl sinn. Þá verður einnig í boði kröftug dísilútgáfa Peugeot 308 með 177 hestafla vél og 295 pund/feta togi. Er þar ekki ólíkur bíll á ferð og Volkswagen Golf GTD eða nýr Ford Focus diesel. Peugeot 308 GT verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent