Flott hleðslustöð BMW Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2014 16:15 Hleðslustöð BMW er bæði flott og umhverfisvæn. Svona sér BMW framtíðina varðandi hleðslu rafmagnsbíla sinna, en þessi hleðslustöð er í henni sólríku Kaliforníu. Hún er með sólapanela á þakinu sem safna rafmagni, en það eitt dugar ekki alveg og stöðin er einnig tengd inná rafmagnsnet staðarins. Rafbílaeigendur sem þar hlaða bíla sína sjá þó að hve miklum hluta rafhleðslan nærist á sólarljósinu eða eftir raflínum. Þessi hraðhleðslustöð var vígð samhliða kynningu á i8 bílnum í Bandaríkjunum. Hún er bæði framúrstefnuleg og vistvæn, en einnig fallleg fyrir augað. Í burðarverk hennar er notast við bambus, sem hefur afar stuttan vaxtartíma og því ekki eins umhverfisspillandi og ef notast hefði verið við annan við. Í hliðarnar eru notaðar koltrefjar, rétt eins og í bílnum sjálfum sem stendur í stöðinni. Ef ekki er verið að nota hleðslustöðina til hleðslu á rafhlöðum bíla hleður hún rafmagni inná rafmagnsnetið og er með því enn umhverfisvænni. BMW stendur nú snögglega framarlega í framleiðslu rafmagnsbíla og hafa nú þegar framleitt i3 og i8 bílana sem þykja mikil meistarasmíð. Mikil sala er í þessum bílum og er hún nýhafin vestanhafs. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent
Svona sér BMW framtíðina varðandi hleðslu rafmagnsbíla sinna, en þessi hleðslustöð er í henni sólríku Kaliforníu. Hún er með sólapanela á þakinu sem safna rafmagni, en það eitt dugar ekki alveg og stöðin er einnig tengd inná rafmagnsnet staðarins. Rafbílaeigendur sem þar hlaða bíla sína sjá þó að hve miklum hluta rafhleðslan nærist á sólarljósinu eða eftir raflínum. Þessi hraðhleðslustöð var vígð samhliða kynningu á i8 bílnum í Bandaríkjunum. Hún er bæði framúrstefnuleg og vistvæn, en einnig fallleg fyrir augað. Í burðarverk hennar er notast við bambus, sem hefur afar stuttan vaxtartíma og því ekki eins umhverfisspillandi og ef notast hefði verið við annan við. Í hliðarnar eru notaðar koltrefjar, rétt eins og í bílnum sjálfum sem stendur í stöðinni. Ef ekki er verið að nota hleðslustöðina til hleðslu á rafhlöðum bíla hleður hún rafmagni inná rafmagnsnetið og er með því enn umhverfisvænni. BMW stendur nú snögglega framarlega í framleiðslu rafmagnsbíla og hafa nú þegar framleitt i3 og i8 bílana sem þykja mikil meistarasmíð. Mikil sala er í þessum bílum og er hún nýhafin vestanhafs.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent