Íslenski boltinn

Einar Orri má ekki tjá sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Einar Orri í leik fyrr í sumar.
Einar Orri í leik fyrr í sumar. vísir/daníel
"Knattspyrnudeildin hefur beðið mig að tjá mig ekkert um málið að svo stöddu. Ég held að það sé bara ágæt ákvörðun," segir Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í dag.

Hann missti stjórn á skapi sínu í leik Keflavíkur og FH í gær. Fékk rautt spjald og trylltist hreinlega í kjölfarið eins og sjá má þessu myndbandi. Hann endaði með því að hrækja á varamannabekk FH áður en hann gekk til búningsherbergja.

Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði stjórnina ætla að hittast á fundi síðar í dag þar sem farið yrði yfir málið.

Einhver átök eiga að hafa brotist út eftir leikinn en Þorsteinn vildi heldur ekki tjá sig um það.

"Við viljum fara yfir þetta mál í rólegheitum og svo sendum við væntanlega eitthvað frá okkur," segir Þorsteinn.


Tengdar fréttir

Einar þarf að hugsa sinn gang

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur engan vafa á því að FH-ingurinn Hólmar Örn Rúnarsson átti að fá rautt spjald í leik liðanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×