440 hestafla Mitsubishi Lancer EVO Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 11:15 Mitsubishi Lancer EVO. Aðdáendur smárra en öflugra fjölskyldubíla ættu að kætast yfir nýjustu afurð Mitsubishi, 440 hestafla Lancer EVO. Réttara væri kannski að segja breskra aðdáenda því bíllinn sá verður einungis seldur þar. Það ólíklegasta við þenna bíl er að allt þetta afl kemur úr aðeins 2,0 lítra vél, en öflugur keflablásari frá Janspeed hjálpar verulega þar uppá. Skipting bílsins er 6 þrepa og stjórnað með flipum í stýri. Recaro stólar eru að framan, leiðsögukerfi, Bluetooth tengi og Rockford Fosgate hljóðkerfi gera þennan bíl afar álitlegan og ekki bara hráa spyrnukerru. Verð hans verður 50.000 bresk pund, eða 9,2 milljónir króna. Þessi bíll er svo snöggur að hann skýtur fyrir aftan sig bílum eins og BMW M3, Porsche 911, mörgum Lamborghini bílum og hann á afar stutt í land að ná Porsche 911 Turbo. Mercedes Benz hefur sagt að fyrirtækið framleiði öflugustu fjögurra strokka vél allra bílaframleiðenda í CLA45 AMG bílinn sem er 335 hestöfl, en þessi nýi bíll Mitsubishi slær því við um heil 105 hestöfl. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent
Aðdáendur smárra en öflugra fjölskyldubíla ættu að kætast yfir nýjustu afurð Mitsubishi, 440 hestafla Lancer EVO. Réttara væri kannski að segja breskra aðdáenda því bíllinn sá verður einungis seldur þar. Það ólíklegasta við þenna bíl er að allt þetta afl kemur úr aðeins 2,0 lítra vél, en öflugur keflablásari frá Janspeed hjálpar verulega þar uppá. Skipting bílsins er 6 þrepa og stjórnað með flipum í stýri. Recaro stólar eru að framan, leiðsögukerfi, Bluetooth tengi og Rockford Fosgate hljóðkerfi gera þennan bíl afar álitlegan og ekki bara hráa spyrnukerru. Verð hans verður 50.000 bresk pund, eða 9,2 milljónir króna. Þessi bíll er svo snöggur að hann skýtur fyrir aftan sig bílum eins og BMW M3, Porsche 911, mörgum Lamborghini bílum og hann á afar stutt í land að ná Porsche 911 Turbo. Mercedes Benz hefur sagt að fyrirtækið framleiði öflugustu fjögurra strokka vél allra bílaframleiðenda í CLA45 AMG bílinn sem er 335 hestöfl, en þessi nýi bíll Mitsubishi slær því við um heil 105 hestöfl.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent