„Úrskurður útlendingastofnunar ber einkenni rasisma“ Frosti Logason skrifar 10. mars 2014 11:54 Harmageddon fjallaði í morgun um málefni kólumbískrar fjölskyldu sem nú hefur verið synjað um hæli hér á Íslandi. Fjölskyldunni á samkvæmt úrskurði Útlendingastofnunnar að verða vísað úr landi svo fljótt sem auðið er. Um er að ræða mæðgur í þrjá ættliði. Amma, móðir og ung dóttir hennar en fyrir hafði Mary Luz Suarez Ortiz, sem er dóttir elstu konunnar og systir hinnar fengið íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári. Hún kom hingað með föðurlausum börnum sínum, sem pólitískur flóttamaður árið 2007 fyrir tilstilli íslenskra yfirvalda, en þá hafði maður hennar verið myrtur af skæruliðasveitum að henni ásjándi. Þau hjónin höfðu helgað sig aðstoð við gísla og fanga uppreisnarsveita í Kólumbíu.Mary Luz heillaði landsmenn í sjónvarpsþættinum Masterchef.Mary Luz hefur aðlagast íslensku samfélagi og kann vel við sig hér á landi. Hún sló í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Masterchef á Stöð 2 fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þar vakti hún athygli fyrir einlægni sína og vinsemd. Nú á að vísa hinni 66 ára gömlu móður hennar, Susana Ortiz de Suarez, úr landi aftur til Kólumbíu þar sem hún óttast um líf sitt vegna sömu skæruliðasveita og myrtu tengdason hennar en þeir hafa áður haft í hótunum við hana og meðal annars rænt henni í eitt skipti að hennar sögn. Johanna Suarez, systir Mary Luz, sem líka á að vísa úr landi með móður sinni og dóttur, hefur verið í sambandi við íslenskann ríkisborgara í 8 mánuði, er í íslensku í háskólanum og hefur þar lokið nokkrum námskeiðum. Dóttir hennar er 7 ára og talar orðið reiprennandi íslensku. Harmageddon ræddi við Teit Atlason um málið og benti hann á heimildir í reglugerðum sem leyfa fjölskyldusameiningar í sambærilegum málum. Hér er klárlega ekki verið að sameina fjölskyldu heldur sundra. Teitur sagði að úrskurður Útlendingastofnunar hafi öll einkenni rasisma og mælti hann með því að almenningur tæki sig til við að skrifa tölvupósta og bréf á þingmenn, ráðherra og embættismenn sem málið varðar. Hægt er að hlusta á umfjöllun Harmageddon hér. Harmageddon Mest lesið Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Ný plata frá Strigaskóm nr. 42 er komin út Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Viltu fá plötu Of Monsters and Men? Harmageddon Smitsjúkdómar í Evrópusambandinu Harmageddon
Harmageddon fjallaði í morgun um málefni kólumbískrar fjölskyldu sem nú hefur verið synjað um hæli hér á Íslandi. Fjölskyldunni á samkvæmt úrskurði Útlendingastofnunnar að verða vísað úr landi svo fljótt sem auðið er. Um er að ræða mæðgur í þrjá ættliði. Amma, móðir og ung dóttir hennar en fyrir hafði Mary Luz Suarez Ortiz, sem er dóttir elstu konunnar og systir hinnar fengið íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári. Hún kom hingað með föðurlausum börnum sínum, sem pólitískur flóttamaður árið 2007 fyrir tilstilli íslenskra yfirvalda, en þá hafði maður hennar verið myrtur af skæruliðasveitum að henni ásjándi. Þau hjónin höfðu helgað sig aðstoð við gísla og fanga uppreisnarsveita í Kólumbíu.Mary Luz heillaði landsmenn í sjónvarpsþættinum Masterchef.Mary Luz hefur aðlagast íslensku samfélagi og kann vel við sig hér á landi. Hún sló í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Masterchef á Stöð 2 fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þar vakti hún athygli fyrir einlægni sína og vinsemd. Nú á að vísa hinni 66 ára gömlu móður hennar, Susana Ortiz de Suarez, úr landi aftur til Kólumbíu þar sem hún óttast um líf sitt vegna sömu skæruliðasveita og myrtu tengdason hennar en þeir hafa áður haft í hótunum við hana og meðal annars rænt henni í eitt skipti að hennar sögn. Johanna Suarez, systir Mary Luz, sem líka á að vísa úr landi með móður sinni og dóttur, hefur verið í sambandi við íslenskann ríkisborgara í 8 mánuði, er í íslensku í háskólanum og hefur þar lokið nokkrum námskeiðum. Dóttir hennar er 7 ára og talar orðið reiprennandi íslensku. Harmageddon ræddi við Teit Atlason um málið og benti hann á heimildir í reglugerðum sem leyfa fjölskyldusameiningar í sambærilegum málum. Hér er klárlega ekki verið að sameina fjölskyldu heldur sundra. Teitur sagði að úrskurður Útlendingastofnunar hafi öll einkenni rasisma og mælti hann með því að almenningur tæki sig til við að skrifa tölvupósta og bréf á þingmenn, ráðherra og embættismenn sem málið varðar. Hægt er að hlusta á umfjöllun Harmageddon hér.
Harmageddon Mest lesið Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Ný plata frá Strigaskóm nr. 42 er komin út Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Viltu fá plötu Of Monsters and Men? Harmageddon Smitsjúkdómar í Evrópusambandinu Harmageddon