Fótbolti

Kolbeinn: Boltinn fór í rassinn á mér

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Færeyingar mótmæla markinu. Vildu meina að boltinn hefði farið í hönd Kolbeins.
Færeyingar mótmæla markinu. Vildu meina að boltinn hefði farið í hönd Kolbeins.
„Við fengum ekki þau mörk út úr þessum leik sem við vildum. Ég held ég hafi fengið þrjú dauðafæri og nokkrir aðrir líka,,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson sem fær mark Íslands gegn Færeyjum í kvöld skráð á sig.

„Boltinn fór í mig, ég fann að hann fór í rassinn á mér,“ sagði Kolbeinn um skot Birkis Bjarnasonar sem við fyrstu sýn virtist fara rakleitt í markið.

Það var strembið að koma boltanum inn en við höfðum vald á vellinum allan tímann. Þetta var ekki flottasti leikurinn en við fengum sigur og vorum betri aðilinn allan leikinn. Það er það jákvæða úr þessu

„Það var kom ákveðið kæruleysi í þennan leik. Þetta var aldrei alvöru leikur. Þetta var einstefna allan tímann og var einn af þessum leikjum þar sem ekkert dettur.

„Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur og Færeyingar náðu að loka vel. Við náðum ekki að leika boltanum hratt á milli okkar og það kom smá spil í þetta þegar Eiður kom inn. Það er hriklega gott að spila með honum,“ sagði Kolbeinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×