Viðskipti erlent

Landbúnaðarkreppa breytist í bankakreppu

Landbúnaðarkreppan sem hrjáð hefur danska bændur frá hruninu 2008 í formi afleitrar skuldastöðu þeirra er að breytast í bankakreppu í Danmörku.

Þetta kemur fram á vefsíðu börsen. Danskir bankar hafa lánað 1.400 bændum um 16 milljarða danskra króna eða um 370 milljarða króna. Hætta er á að bankarnir þurfi að afskrifa á bilinu 4 til 9 milljarða danskra króna vegna þess hve rekstur danskra bændabýla hefur gengið illa undanfarin ár.

Það sem gerir stöðuna enn verri er að Evrópusambandið ætlar að draga töluvert úr styrkjum til landbúnaðarmála og bitnar það m.a. á dönskum bændum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×