Viðskipti erlent

Facebook varð fyrir tölvuárás

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. MYND/AFP
Samskiptamiðillinn Facebook varð fyrir alvarlegri tölvuárás í janúar síðastliðnum. Stjórnendur síðunnar opinberuðu þetta í gær.

Svo virðist sem að nokkrir starfsmenn Facebook hafi heimsótt vefsíðu þar sem flókinn og háþróaður tölvukóði var falinn. Kóðinn braut sér leið í gegnum tölvuvarnir Facebook en stjórnendur þvertaka fyrir að persónuupplýsingar notenda hafi lekið.

Í fréttatilkynningu frá Facebook kemur fram að vefsíðan hafi margoft orðið fyrir árásum af þessu tagi.

Árásir sem þessar hafa verið áberandi síðustu vikur. Twitter varð fyrir svipaðri tölvuárás fyrr í þessum mánuði en þá komust tölvurefir í tæri við persónuupplýsingar hátt í tvö hundruð og fimmtíu þúsund notenda. Þá urðu stórblöðin The New York Times, The Washington Post og The Wall Street Journal ll fyrir árásum tölvuþrjóta í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×