Viðskipti erlent

Verkfall í verksmiðju Apple

Frá verksmiðju Foxconn í Kína.
Frá verksmiðju Foxconn í Kína. mynd/AFP
Hátt í fjögur þúsund starfsmenn tævanska raftækjaframleiðandans Foxconn eru nú í verkfalli. Foxconn hefur um árabil framleitt vörur Apple, þar á meðal iPad spjaldtölvuna og iPhone snjallsímana.

Með tilkomu iPhone 5, nýjasta snjallsíma Apple, þurfti að breyta verkþáttum hjá Foxonn. Snjallsíminn er margfalt flóknari en fyrri kynslóðir og því hefur álag á verkamenn Foxconn aukist gríðarlega, þá sérstaklega þegar litið er til þeirrar miklu eftirspurnar sem er fyrir iPhone 5.

Til átaka kom milli nokkurra starfsmanna og yfirmanna þeirra í gær. Í kjölfarið gengu um fjögur þúsund starfsmenn á dyr og lýstu yfir verkfalli.

Foxconn er einn stærsti raftækjaframleiðandi veraldar en hundruðir þúsund vinna fyrir í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína og víðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur upp hjá Foxconn. Fyrir nokkrum mánuðum hótuðu nokkrir starfsmenn Foxconn að svipta sig lífi ef vinnuaðstæður í verksmiðjunum yrðu ekki bættar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×