Skammtímalækningum Seðlabanka Evrópu vel tekið Magnús Halldórsson skrifar 7. september 2012 11:02 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Yfirlýsingar Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, á vaxtaákvörðunarfundi í gær, hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Innihaldið kom heldur ekki á óvart, þ.e. að Seðlabanki Evrópu ætlaði sér að styðja við skulduga ríkissjóði í Evrópu með kaupum á ríkisskuldabréfum, þegar þörf væri á, með það að markmiði að lækka vaxtaálag og liðka þannig fyrir endurfjármögnun á markaði. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum sínum í óbreyttum í 0,75 prósentustigum. Það sem helst hefur komið á óvart, að því er fram hefur komið í umfjöllun helstu viðskiptamiðla í morgun, er hversu skammtímamiðuð aðstoð seðlabankans verður við skuldum vafin ríki. En skuldabréfakaup bankans verða einungis miðuð við skuldabréfaútgáfur til þriggja ára. Er þetta gert til þess að bankinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að lánamarkaðir lokist algjörlega fyrir þjóðríki, og að verðmyndun á markaði með ríkisskuldabréf sé skilvirk. Með öðrum orðum; aðstoð seðlabankans er skammtímalækning og ætluð til þess að gefa þjóðríkjum lengri tíma til þess að ná tökum á vandamálum sínum, þannig að fjárfestar á markaði fari að trúa því áætlanir um tiltekt í rekstri skili árangri til lengri tíma. Fjárfestar hafa tekið vel í yfirlýsingu seðlabankans og hefur þróun á skuldabréfamörkuðum í morgun borið þess merki. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru í snjallsímaforriti fyrirtækisins, hefur vaxtaálag á Grikkland, Spán og Ítalíu, þau ríki sem hafa glímt við mikinn endurfjármögnunarvanda undanfarna mánuði, lækkað nokkuð í morgun. Þannig er vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu nú 5,08 prósent en það var tæplega 7 prósent fyrir tæpum tveimur mánuðum, og ríflega 0,3 prósentustigum hærra við lokun markað í gær. Þá er vaxtaálag á 10 ára skuldabréf Spánar nú 5,66 prósent, en það hefur lækkað um ríflega tvö prósent í morgun. Grikkland er enn sér á báti í þessum efnum, en álag a tíu ára skuldabréf ríkisins er nú ríflega 21 prósent. Það þýðir í reynd, að enginn möguleiki sé á því að ríkið geti endurfjármagnað skuldir sínar á markaði, eða borgað þær til baka yfir höfuð. Af öllum þjóðum Evrópu er álagið lægst á 10 ára skuldabréf Sviss, eða 0,55 prósent. Álagið á 10 ára skuldir Bretlands og Þýskalands er svipað, 1,62 prósent á skuldir Þýskalands en 1,79 prósent á skuldir Bretlands. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal, um viðbrögð á markaði frá því í morgun, hér. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yfirlýsingar Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, á vaxtaákvörðunarfundi í gær, hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Innihaldið kom heldur ekki á óvart, þ.e. að Seðlabanki Evrópu ætlaði sér að styðja við skulduga ríkissjóði í Evrópu með kaupum á ríkisskuldabréfum, þegar þörf væri á, með það að markmiði að lækka vaxtaálag og liðka þannig fyrir endurfjármögnun á markaði. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum sínum í óbreyttum í 0,75 prósentustigum. Það sem helst hefur komið á óvart, að því er fram hefur komið í umfjöllun helstu viðskiptamiðla í morgun, er hversu skammtímamiðuð aðstoð seðlabankans verður við skuldum vafin ríki. En skuldabréfakaup bankans verða einungis miðuð við skuldabréfaútgáfur til þriggja ára. Er þetta gert til þess að bankinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að lánamarkaðir lokist algjörlega fyrir þjóðríki, og að verðmyndun á markaði með ríkisskuldabréf sé skilvirk. Með öðrum orðum; aðstoð seðlabankans er skammtímalækning og ætluð til þess að gefa þjóðríkjum lengri tíma til þess að ná tökum á vandamálum sínum, þannig að fjárfestar á markaði fari að trúa því áætlanir um tiltekt í rekstri skili árangri til lengri tíma. Fjárfestar hafa tekið vel í yfirlýsingu seðlabankans og hefur þróun á skuldabréfamörkuðum í morgun borið þess merki. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru í snjallsímaforriti fyrirtækisins, hefur vaxtaálag á Grikkland, Spán og Ítalíu, þau ríki sem hafa glímt við mikinn endurfjármögnunarvanda undanfarna mánuði, lækkað nokkuð í morgun. Þannig er vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu nú 5,08 prósent en það var tæplega 7 prósent fyrir tæpum tveimur mánuðum, og ríflega 0,3 prósentustigum hærra við lokun markað í gær. Þá er vaxtaálag á 10 ára skuldabréf Spánar nú 5,66 prósent, en það hefur lækkað um ríflega tvö prósent í morgun. Grikkland er enn sér á báti í þessum efnum, en álag a tíu ára skuldabréf ríkisins er nú ríflega 21 prósent. Það þýðir í reynd, að enginn möguleiki sé á því að ríkið geti endurfjármagnað skuldir sínar á markaði, eða borgað þær til baka yfir höfuð. Af öllum þjóðum Evrópu er álagið lægst á 10 ára skuldabréf Sviss, eða 0,55 prósent. Álagið á 10 ára skuldir Bretlands og Þýskalands er svipað, 1,62 prósent á skuldir Þýskalands en 1,79 prósent á skuldir Bretlands. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal, um viðbrögð á markaði frá því í morgun, hér.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira