Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum, olíuverðið lækkar

Töluverð niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt. Samhliða þessu hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um helgina sem og gengi evrunnar en það hefur ekki verið lægra gagnvart dollaranum í tvö ár.

Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um tæp 2% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um tæp 2,8%.

Verðið á Brent olíunni hefur lækkað um rúmlega 1,5% yfir helgina og er komið undir 105 dollara á tunnuna. Bandaríska léttolían hefur lækkað um 2% og er komin undir 90 dollara á tunnuna.

Það er síversandi staða í efnahagsmálum Spánar sem einkum veldur þessum sveifum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×