Viðskipti erlent

Ólympíuleikarnir eru peningavél sem veltir hundruðum milljarða

Ólympíuleikarnir eru orðnir að peningavél sem beinir hundruðum milljarða króna í gegnum reikninga Alþjóðlegu ólympíunefndarinnar (IOC) í hvert sinn sem leikarnir eru haldnir.

Fjallað er um peningahlið Ólympíuleikana á vefsíðu börsen. Þar segir að Alþjóðlega ólympíunefndin hafi fengið rúmlega sjö milljarða dollara, eða yfir 900 milljarða króna fyrir sumarleikana sem nú eru að hefjast í London og vetrarólympíuleikana í Toronto árið 2010. Þetta er nærri sjötíu milljörðum króna hærri upphæð en nefndin fékk fyrir sumar- og vetrarleika þar áður í Bejing og Torino.

Tekjurnar felast aðallega í sjónvarpsréttindunum að leikunum, framlögum frá styrktaraðilum, einkaleyfissamningum og miðasölu. Sjálf fær nefndin um 90 milljarða króna í eigin hendur. Annað fer til borgarinnar sem heldur leikana hverju sinni og til allra ólympíunefnda þeirra 205 ríkja sem eiga fulltrúa í alþjóðanefndinni. Þá fá alþjóðasambönd allra þeirra 26 íþróttagreina sem keppt er í sinn hlut af kökunni.

Fram kemur að borgin London muni sennilega fá vel yfir 120 milljarða króna í sinn hlut og er það hrein búbót við alla þá veltu sem kemur frá ferðamönnum í borginni vegna leikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×