Augu allra hvíla á Portúgal í dag 12. janúar 2011 08:50 Búast má við að augu allra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hvíli á Portúgal í dag en þá fer fram útboð á ríkisskuldabréfum fyrir allt að 1,25 milljarða evra til fimm og tíu ára. Gjaldmiðlamarkaðir reikna með jákvæðri niðurstöðu úr útboðinu þar sem gengi evrunnar hefur verið að styrkjast gagnvart dollaranum í morgun. Jákvæðni þessi stafar af því að flestir reikna með að Kínverjar muni kaupa stóran hlut af útboðinu á vöxtum sem eru nokkuð undir núverandi 7% vöxtum á portúgölskum skuldabréfum til tíu ára. Til samanburðar má nefna að þýsku viðmiðunarvextirnir á tíu ára bréfum eru nú 2,85%. Sumir telja að kaup Kínverjanna muni ekki duga til. Þannig slær greiningardeild Nordea bankans því föstu í morgunfréttabréfi sínu að einungis sé tímaspursmál hvenær Portúgalir fái neyðaraðstoð frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sú neyðaraðstoð muni nema á bilinu 50 til 60 milljarða evra. Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank sagði í samtali við börsen.dk í gærdag að jafnvel þótt Portúgal sleppi naumlega frá útboðinu í dag þannig að vextirnir hækki ekki meir en orðið er séu allar líkur á að landið taki þau „þungu skerf" á næstum vikum að biðja um aðstoð. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Búast má við að augu allra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hvíli á Portúgal í dag en þá fer fram útboð á ríkisskuldabréfum fyrir allt að 1,25 milljarða evra til fimm og tíu ára. Gjaldmiðlamarkaðir reikna með jákvæðri niðurstöðu úr útboðinu þar sem gengi evrunnar hefur verið að styrkjast gagnvart dollaranum í morgun. Jákvæðni þessi stafar af því að flestir reikna með að Kínverjar muni kaupa stóran hlut af útboðinu á vöxtum sem eru nokkuð undir núverandi 7% vöxtum á portúgölskum skuldabréfum til tíu ára. Til samanburðar má nefna að þýsku viðmiðunarvextirnir á tíu ára bréfum eru nú 2,85%. Sumir telja að kaup Kínverjanna muni ekki duga til. Þannig slær greiningardeild Nordea bankans því föstu í morgunfréttabréfi sínu að einungis sé tímaspursmál hvenær Portúgalir fái neyðaraðstoð frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sú neyðaraðstoð muni nema á bilinu 50 til 60 milljarða evra. Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank sagði í samtali við börsen.dk í gærdag að jafnvel þótt Portúgal sleppi naumlega frá útboðinu í dag þannig að vextirnir hækki ekki meir en orðið er séu allar líkur á að landið taki þau „þungu skerf" á næstum vikum að biðja um aðstoð.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira