Viðskipti erlent

Danir liggja með auðæfi í gjaldeyri heimavið

Ef að safnað er saman öllum þeim gjaldeyri sem Danir koma með heim eftir frí eða ferðir til útlanda og skipta ekki aftur í danskar krónur nemur sú upphæð um 5,5 miljörðum danskra kr. eða nær 120 milljörðum kr.

Þetta er niðurstaða úttektar á vegum Forex Banks Valutaindeks. Að meðaltali liggur hver Dani með um 1.255 danskar kr. í gjaldeyri skúffum sínum heimavið.

Forex segir að þetta sé ekki endilega skynsamlegt því að þriðji hver Dani hefur upplifað að þessi gjaldeyrir hefur fallið í verði þegar hann ætlar að nota hann aftur.

Af einstökum myntum er algengast að Danir eigi evrur, dollara, sænskar og norskar krónur geymdar á heimilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×