Aðstoðin við Grikkland talin of lítil og of sein 20. apríl 2010 12:12 Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að vonir standa til þess að sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) komist til Grikklands í dag til að funda með þarlendum yfirvöldum. Sendinefndin hefur líkt og svo margir aðrir þurft að láta í minni pokann gagnvart Eyjafjallajökli undanfarna daga.Þar til sendinefndin kemst til Aþenu geta samningaviðræður um aðgerðaáætlun ekki hafist og þau tíðindi fóru illa í markaði í gær, enda hafa áhyggjur af stöðu Grikklands farið stigvaxandi síðustu daga. Þessar vaxandi áhyggjur hafa sést á öllum skjálftamælum markaða.Ávöxtunarkrafa grískra ríkisskuldabréfa til 10 ára stendur í 7,6% og hefur aldrei verið hærri. Til samanburðar er krafa sambærilegra þýskra ríkisskuldabréfa nú 3,1%. Þá er skuldatryggingaálag Grikklands einnig í hámarki og stóð í 470 punktum í gær. Grísk hlutabréf hafa einnig lækkað í verði og evran hefur verið undir þrýstingi og gaf hún lítillega eftir gagnvart Bandaríkjadollar í gær.Málefni Grikklands hafa eins og kunnugt er verið mjög ráðandi í Evru/dollar gengiskrossinum það sem af er þessu ári og hefur evran síðan um áramót veikst um 10% gagnvart Bandaríkjadollar. Vaxandi fjármögnunarkostnaður Grikklands varð til þess að neyðarfundur var kallaður saman meðal fjármálaráðherra Evruríkjanna sem síðan ákváðu í samstarfi við AGS að leggja til aðgerðapakka til handa Grikklandi upp á 45 milljarða evra þar sem EU mun leggja fram 30 milljarða og AGS 15 milljarða evra.Aðgerðapakkinn á að hjálpa Grikklandi að komast fram hjá stórum gjalddögum í maí og júní og koma í veg fyrir greiðslufall. Margir óttast þó að aðgerðapakkinn sé of lítið of seint en ljóst er að staða Grikklands er orðin grafalvarleg. Skuldastaða Grikklands er nú orðin óviðunandi en fjárlagahalli síðasta árs nam 12,7% af landsframleiðslu. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að vonir standa til þess að sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) komist til Grikklands í dag til að funda með þarlendum yfirvöldum. Sendinefndin hefur líkt og svo margir aðrir þurft að láta í minni pokann gagnvart Eyjafjallajökli undanfarna daga.Þar til sendinefndin kemst til Aþenu geta samningaviðræður um aðgerðaáætlun ekki hafist og þau tíðindi fóru illa í markaði í gær, enda hafa áhyggjur af stöðu Grikklands farið stigvaxandi síðustu daga. Þessar vaxandi áhyggjur hafa sést á öllum skjálftamælum markaða.Ávöxtunarkrafa grískra ríkisskuldabréfa til 10 ára stendur í 7,6% og hefur aldrei verið hærri. Til samanburðar er krafa sambærilegra þýskra ríkisskuldabréfa nú 3,1%. Þá er skuldatryggingaálag Grikklands einnig í hámarki og stóð í 470 punktum í gær. Grísk hlutabréf hafa einnig lækkað í verði og evran hefur verið undir þrýstingi og gaf hún lítillega eftir gagnvart Bandaríkjadollar í gær.Málefni Grikklands hafa eins og kunnugt er verið mjög ráðandi í Evru/dollar gengiskrossinum það sem af er þessu ári og hefur evran síðan um áramót veikst um 10% gagnvart Bandaríkjadollar. Vaxandi fjármögnunarkostnaður Grikklands varð til þess að neyðarfundur var kallaður saman meðal fjármálaráðherra Evruríkjanna sem síðan ákváðu í samstarfi við AGS að leggja til aðgerðapakka til handa Grikklandi upp á 45 milljarða evra þar sem EU mun leggja fram 30 milljarða og AGS 15 milljarða evra.Aðgerðapakkinn á að hjálpa Grikklandi að komast fram hjá stórum gjalddögum í maí og júní og koma í veg fyrir greiðslufall. Margir óttast þó að aðgerðapakkinn sé of lítið of seint en ljóst er að staða Grikklands er orðin grafalvarleg. Skuldastaða Grikklands er nú orðin óviðunandi en fjárlagahalli síðasta árs nam 12,7% af landsframleiðslu.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira