Viðskipti erlent

BP stofnar sérstakan sjóð til að hreinsa upp eftir olíulekann

Tony Hayward forstjóri BP olíufélagsins segir að öll olían sem kemur úr borholunni sem lekur á Mexíkóflóa muni renna í sérstakan sjóð. Sjóðnum er ætlað að standa undir kostnaði við hreinsun stranda þeirra ríkja sem verst hafa orðið fyrir barðinu á lekanum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hayward sendi frá sér í gærkvöldi. Ríkin sem hér um ræðir eru Luisiana, Mississippi, Alabama og Flórída.

Eftir að BP tókst að koma tappa á olíuleiðsluna í síðustu viku hefur félaginu tekist að dæla 51 þúsund tunnum af olíu um borð í tankskip. Þetta er nokkuð meira magn en vænst var að ná úr holunni á þessum tíma. Hinsvegar lekur enn mikið magn olíu út í flóann eftir sem áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×