Viðskipti erlent

Búist við að um 500 þúsund missi vinnuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Cameron ætlar að segja upp um 500 þúsund manns. Mynd/ AFP.
David Cameron ætlar að segja upp um 500 þúsund manns. Mynd/ AFP.
Búist er við því að um 500 þúsund opinberir starfsmenn í Bretlandi missi vinnuna á næstunni, samkvæmt tillögum sem David Cameron forsætisráðherra er með á teikniborðinu.

Fram kemur á vef Daily mail að forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann hafi sést í dag með leyniskjöl þar sem niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar eru útlistaðar. Þar er meðal annars kveðið á um að útgjöld til varnarmála verði skorin niður um 6%. Það er nokkuð minni niðurskurður en búist hafði verið við að þessi málaflokkur yrði fyrir.

Þótt Daily mail fullyrði að í skjölum ríkisstjórnarinnar komi fram að niðurskurðurinn til varnarmála verði sex prósent halda fulltrúar fjármálaráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins því fram opinberlega að hann verði á bilinu 7,5 - 8%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×