Formúla 1

Briatore ásakar FIA um óheilindi

Flavio Briatore ásamt eiginkonu sinni Elisabetu Gregiraci.
Flavio Briatore ásamt eiginkonu sinni Elisabetu Gregiraci. Mynd: Getty Images
Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault heldur því fram að FIA hafi ákveðið á leynilegum fundi að hann yrði gerður brottrækur frá Formúlu 1 og að Max Mosley fyrrum forseti FIA hafi haft forgöngu í málinu.

Briatore hefur lögsótt FIA fyrir dómstólum í Frakklandi og krafist að ævilöngu banni frá Formúlu 1 verði aflétt og hann fái eina miljón evrur í skaðabætur frá FIA.

FIA bannaði Ecclestone frá Formúlu 1 eftir að upp komst að hann hefði látið Nelson Piquet keyra vísvitandi á vegg í Singapúr í fyrra.

"Einn af varaforsetum FIA hefur gefið það út að leynilegur fundur hafi verið haldin til að ákveða örlög mín, áður en vitnleiðslur í málinu hófust", sagði Briatore í yfirlýsingu til Reuter fréttastofunnar.

FIA gagnrýndi í vikunni að upplýsingum um dómsmálið hefði verið lekið í fjölmiðla, en málið veðrur tekið fyrir 26. nóvember.

Briatore vill meina að Mosley hafi verið í hefndarhug gegn sér, óskilt sjálfu málinu og því hafi hann fengið ævilangt bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×