Viðskipti erlent

Forsvarsmenn Goldman Sachs reyna að kveða bloggara í kútinn

Gary Cohn, forstjóri Goldman Sachs.
Gary Cohn, forstjóri Goldman Sachs.
Forsvarsmenn bandaríska bankans Goldman Sachs reyna nú hvað þeir geta til að fá bloggara til að hætta að blogga um bankann.

Flórídabúinn Mike Morgan opnaði fyrir fáeinum vikum bloggsíðuna „Það sem þú vissir ekki um Gloldman Sachs" á vefslóðinni goldmansachs666.com. Þar hefur Morgan gagnrýnt fjárfestingarstefnu, stjórn og yfirmenn bankans. Morgan hefur einnig skrifað um önnur fyrirtæki á Wall Street.

Lögfræðistofan Chadbourne & Parke hefur verið fengið til að elta ólar við Morgan og reyna að fá hann til að láta af iðju sinni en bloggsíðan er mikið lesin. Í bréfi sem lögfræðistofan sendi Morgan nýverið kemur fram að láti hann ekki af iðju sinni og loki bloggsíðuni eigi hann yfir höfði sér kæru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×