Formúla 1

Button feginn að keppa án taugaspennu

Mannvirkin á Formúlu 1 brautinni í Abu Dhabi minn á geimstöð.
Mannvirkin á Formúlu 1 brautinni í Abu Dhabi minn á geimstöð. Mynd: Getty Images

Jenson Button segist ætla njóta þess að keppa á nýrri kappakstursbraut í Abi Dhabi, en mannvirkin þar minna meira á geimstöð en Formúlu 1 braut, svo framúrstefnuleg er hönnunin.

"Það er orðið langt síðan ég hef stigið um borð í Formúlu 1 bíl án þess að vera stressaður útaf meistarabaráttunni og það verður kærkomið að geta keppt án þess að finna fyrir því á götum Abu Dhabi", sagði Button.

Hann mun aka 5.5 km brautina í dag á tveimur æfingum keppnisliða á braut sem engin ökumaður hefur áður prófað. Samanburðurinn á milli manna verður því fróðlegur.

"Það verður sérstök tilfinning að aka með hjálm sem á stendur að ég sé heimsmeistarari. Það hefur verið mikil pressa að keppa um titilinn og þar sem hann er í mínum höndum nú þegar, þá get ég notið þess út í ystu æsar að keyra af kappi", sagði Button.

Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport kl. 20.30 í kvöld.

Sjá brautarlýsingu


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×