Formúla 1

Hamilton fremstur á ráslínu

Lewis Hamilton verður fremstur á ráslínu í Abu Dhabi á sunnudag.
Lewis Hamilton verður fremstur á ráslínu í Abu Dhabi á sunnudag. mynd: Getty Images

Bretinn Lewis Hamilton á McLaren verður fremstur á ráslínu í mótinu í Abu Dhabi á morgun eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum í dag.

Sebastian Vettel og Mark Webber á Red Bull eru í næstu sætum á eftir og þá ökumenn meistaraliðsins Brawn, Rubens Barrichello og Jenson Button.

"Það er stórkostleg að keyra þessa braut og mótssvæðið er vel heppnað. Ég ætla mér sigur í mótinu og verður spennandi að takast á við dagsbritu og flóðljósum", sagði Hamilton.

"Þetta svæði er bara magnað og ég býst við að margir vilji sækja mótið heim. Ég er búinn að heimsækja, Bahrain, Dubai og Abu Dhabi og við höfun fengið frábærar móttökur hjá öllum", sagði Hamilton.

Mótið á sunnudag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 12.30.

Sjá aksturstíma og brautarlýsingu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×