Formúla 1

Jean Todt kjörinn forseti FIA

Jean Todt þykir harður í horn að taka og var áður framkvæmdarstjóri Ferrrari.
Jean Todt þykir harður í horn að taka og var áður framkvæmdarstjóri Ferrrari. Mynd: Getty Images

Frakkinn Jean Todt var í dag kjörinn forseti FIA, alþjóðabílasambandsins sem m.a. hefur yfirumsjón með Formúlu 1. Todt fékk 75% atkvæða í kjörin þar sem Finninn Ari Vatanen var í mótarframboði.

Todt var á árum áður framkvæmdarstjóri Ferrari og sá einnig um heimsmeistaralið Peugeot í rallakstri á sínum tíma. Hann hefur því mikla reynslu af stjórnunarmálum, sem ætti að nýtast FIA vel.

Max Mosley, fráfarandi forseti FIA lýsti yfir stuðningi við Todt löngu fyrir kjörið og það féll í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum Vatanens, sem fannst það óviðeigandi atferli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×