Formúla 1

Hamilton sló öllum við á lokaæfingunni

Lewis Hamilton á götum Singapúr.
Lewis Hamilton á götum Singapúr.

Bretinn Lewis Hamilton var fljótastur á lokaæfingu keppnisliða í Singapúr í dag, en tímakan fer fram eftir hádegi. Fremstur þeirra sem er í titilslagnum varð Sebastian Vettel sem náði öðrum besta tíma og varð 0.277 sekúndum á eftir Hamilton.

Forystumaður stigamótsins, Jenson Button var aðeins með fjórtánda besta tíma og sagði bílinn vera út um alla braut. Félagi hans og helsti keppinautur um titilinn, Rubens Barrichello var með sjöunda besta tíma, en fjórði maðurinn í titilslagnum, Mark Webber varð þrettándi.

Bein útsending er frá tímatökunni í Singapúr á Stöð 2 Sport kl. 13.45 í opinni dagskrá í dag.

Sjá tímanna og brautarlýsingu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×