Hlutabréf í London á miklu skriði 24. ágúst 2009 11:45 FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London heldur áfram að hækka í ljósi væntinga fjárfesta um að efnahagslægðin í heiminum sé á undanhaldi. Vísitalan hefur hækkað verulega síðan um miðjan júlí og er hún núna kominn yfir 4900 stig. Viðskiptin á bakvið hækkanirnar á þessu tímabili eru hins vegar ekki mikil þar sem sumarleyfi eru í hámarki á Bretlandi í ágúst mánuði. Sérfræðingar segja að fróðlegt verði að fylgjast með hlutabréfamarkaðinum þegar verðbréfamiðlarar koma aftur til starfa í september. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. Þetta er mesta uppsveifla FTSE vísitölunnar í júlí og ágúst síðan vísitalan var stofnuð árið 1984 er haft eftir sérfræðingi í London. Hann telur að þetta sé það sem koma skal og vísitalan muni halda áfram að hækka. Hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn hafa ekki farið varhluta af jákvæðum fréttum frá Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, um að bandaríska hagkerfið sé að jafna sig auk þess sem fasteignasala var mun meiri en sérfræðingar höfðu áætlað. Sérfræðingar segja að orð seðlabankastjórans og jákvæðar fréttir af fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum sé rjóminn á ísnum fyrir hlutabréfamarkaði heimsins. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London heldur áfram að hækka í ljósi væntinga fjárfesta um að efnahagslægðin í heiminum sé á undanhaldi. Vísitalan hefur hækkað verulega síðan um miðjan júlí og er hún núna kominn yfir 4900 stig. Viðskiptin á bakvið hækkanirnar á þessu tímabili eru hins vegar ekki mikil þar sem sumarleyfi eru í hámarki á Bretlandi í ágúst mánuði. Sérfræðingar segja að fróðlegt verði að fylgjast með hlutabréfamarkaðinum þegar verðbréfamiðlarar koma aftur til starfa í september. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. Þetta er mesta uppsveifla FTSE vísitölunnar í júlí og ágúst síðan vísitalan var stofnuð árið 1984 er haft eftir sérfræðingi í London. Hann telur að þetta sé það sem koma skal og vísitalan muni halda áfram að hækka. Hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn hafa ekki farið varhluta af jákvæðum fréttum frá Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, um að bandaríska hagkerfið sé að jafna sig auk þess sem fasteignasala var mun meiri en sérfræðingar höfðu áætlað. Sérfræðingar segja að orð seðlabankastjórans og jákvæðar fréttir af fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum sé rjóminn á ísnum fyrir hlutabréfamarkaði heimsins.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira