Formúla 1

Renault rak framkvæmdarstjórann vegna svindlmáls

Flavio Briatore og Pat Symonds voru báðir reknir frá Renault í dag.
Flavio Briatore og Pat Symonds voru báðir reknir frá Renault í dag. Mynd: Getty Images

Flavio Briatore hefur verið rekinn frá Formúlu 1 liði Renault ásamt tæknistjóra liðsins, Pat Symonds. Renault sendi tilkynningu þess efnis í dag, en báðir hafa verið yfirmenn keppnisliðsins í fjölda ára og Briatore er góður vinur Fernando Alonso, sem er aðalökumaður liðsins.

Ástæða brottrekstursins er ásökun Nelson Piquet, fyrrum ökumanns liðsins um að ofangreindir yfirmenn hafi beðið hann að keyra á vegg í kappakstrinum í Singapúr í fyrra, sem varð til þess að Fernando Alonso vann keppnina. Hann var á hentugum stað í brautinni þegar öryggisbíllinn kom út, en hefði ræst aftarlega af stað.

FIA, alþjóða bílasambambandið hefur kallað forsvarsmenn Renault á sinn fund í næstu viku útaf málinu, eftir að hafa rætt við Piquet, Symonds og skoðað tölvugögn úr bíl Piquet. Miðað við útspil Renault í dag, þá virðast þeir Briatore og Symonds hafa lagt á ráðin um að svindla til að sigra. FIA lítur málið mjög alvarlegum augum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×