Framleiðsla í sátt við náttúruna 16. mars 2007 10:09 Undanfarin ár hefur orðið bylting í verslun með varning sem framleiddur er í sátt við náttúruna. Fyrst og fremst lífrænt ræktaða matvöru en einnig ýmsar aðrar vörur til heimilisins, svo sem hreinlætisvörur sem framleiddar eru með það að markmiði að valda lágmarksskaða á umhverfinu. Margar ástæður liggja að baki þessari tiltölulega hljóðlátu byltingu. Víðtæk heilsubylgja hefur átt sér stað með aukinni áherslu á alhliða heilbrigða lifnaðarhætti. Aukin hreyfing, meiri neysla á hollum mat og vaxandi virðing við náttúruna með aukinni meðvitund um meðferð á sorpi og mengun alls konar, er fylgifiskur hennar. Ekki eru nema fá ár síðan lífrænt ræktuð matvæli fengust eingöngu í nokkrum litlum verslunum. Viðskiptavinahópurinn var tiltölulega þröngur, rétt nógu stór til að viðskiptin gætu þrifist. Útilokað var að fá lífrænt ræktaðan varning í stórmörkuðum, hvað þá lágvöruverðsverslunum. Nú er öldin önnur. Litlu heilsuverslanirnar lifa nú góðu lífi niðri í bæ og útibú eru rekin víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Auk þess eru ört stækkandi deildir með lífrænan varning í stórmörkuðunum og lágvöruverðsverslanir eru jafnvel komnar með hillur með slíkum vörum. Þá er einnig hægt að fá lífrænt ræktað grænmeti í áskrift beint frá bændum. Sá hópur er ört stækkandi sem kýs að kaupa lífrænt ræktaða matvöru þrátt fyrir að greiða þurfi eitthvað meira fyrir varninginn. Ástæðurnar eru margvíslegar en tvinnast líklega saman hjá flestum. Margir kjósa lífrænt til þess að komast hjá því að neyta alls kyns aukefna sem algeng eru í matvælum, meðal annars rotvarnarefni og litarefni. Þeir sem hafa komist upp á bragðið vita að til dæmis ávextir og grænmeti sem er lífrænt ræktað býr yfir allt öðrum bragðgæðum en það sem ræktað er með hjálp alls kyns vaxtarhvetjandi efna. Sumir kjósa líka að kaupa lífrænt ræktaðan varning vegna þess að í verslun með þær eru iðulega tryggð sanngjörn viðskipti („fair trade") allt til bóndans sem sinnir frumframleiðslunni. Fjölbreytni er til góðs og það er mikið framfaraspor að neytendur skuli nú eiga gott aðgengi að lífrænt ræktuðum matvælum og annars konar vistvænum vörum. Í mörgum tilvikum er þetta val hluti af lífsstíl sem æ fleiri kjósa sér og snýst um að fara vel með náttúruna og gæði hennar og að spilla ekki umhverfinu meira en við komumst af með. Sífellt fleiri flokka nú sorp sitt, að minnsta kosti að hluta, og vonandi kemur að því að við Íslendingar veljum okkur umhverfisvænni samgöngumáta. Að minnsta kosti er full ástæða til þess að ætla að áhugi íslenskra neytenda á lífrænum og vistvænum vörum sé ekki tímabundinn heldur liður í þróun í átt til þess að umgangast jörðina sem við byggjum af meiri virðingu en við höfum gert undanfarna áratugi. Ekki eru nema fá ár síðan lífrænt ræktuð matvæli fengust eingöngu í nokkrum litlum verslunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Undanfarin ár hefur orðið bylting í verslun með varning sem framleiddur er í sátt við náttúruna. Fyrst og fremst lífrænt ræktaða matvöru en einnig ýmsar aðrar vörur til heimilisins, svo sem hreinlætisvörur sem framleiddar eru með það að markmiði að valda lágmarksskaða á umhverfinu. Margar ástæður liggja að baki þessari tiltölulega hljóðlátu byltingu. Víðtæk heilsubylgja hefur átt sér stað með aukinni áherslu á alhliða heilbrigða lifnaðarhætti. Aukin hreyfing, meiri neysla á hollum mat og vaxandi virðing við náttúruna með aukinni meðvitund um meðferð á sorpi og mengun alls konar, er fylgifiskur hennar. Ekki eru nema fá ár síðan lífrænt ræktuð matvæli fengust eingöngu í nokkrum litlum verslunum. Viðskiptavinahópurinn var tiltölulega þröngur, rétt nógu stór til að viðskiptin gætu þrifist. Útilokað var að fá lífrænt ræktaðan varning í stórmörkuðum, hvað þá lágvöruverðsverslunum. Nú er öldin önnur. Litlu heilsuverslanirnar lifa nú góðu lífi niðri í bæ og útibú eru rekin víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Auk þess eru ört stækkandi deildir með lífrænan varning í stórmörkuðunum og lágvöruverðsverslanir eru jafnvel komnar með hillur með slíkum vörum. Þá er einnig hægt að fá lífrænt ræktað grænmeti í áskrift beint frá bændum. Sá hópur er ört stækkandi sem kýs að kaupa lífrænt ræktaða matvöru þrátt fyrir að greiða þurfi eitthvað meira fyrir varninginn. Ástæðurnar eru margvíslegar en tvinnast líklega saman hjá flestum. Margir kjósa lífrænt til þess að komast hjá því að neyta alls kyns aukefna sem algeng eru í matvælum, meðal annars rotvarnarefni og litarefni. Þeir sem hafa komist upp á bragðið vita að til dæmis ávextir og grænmeti sem er lífrænt ræktað býr yfir allt öðrum bragðgæðum en það sem ræktað er með hjálp alls kyns vaxtarhvetjandi efna. Sumir kjósa líka að kaupa lífrænt ræktaðan varning vegna þess að í verslun með þær eru iðulega tryggð sanngjörn viðskipti („fair trade") allt til bóndans sem sinnir frumframleiðslunni. Fjölbreytni er til góðs og það er mikið framfaraspor að neytendur skuli nú eiga gott aðgengi að lífrænt ræktuðum matvælum og annars konar vistvænum vörum. Í mörgum tilvikum er þetta val hluti af lífsstíl sem æ fleiri kjósa sér og snýst um að fara vel með náttúruna og gæði hennar og að spilla ekki umhverfinu meira en við komumst af með. Sífellt fleiri flokka nú sorp sitt, að minnsta kosti að hluta, og vonandi kemur að því að við Íslendingar veljum okkur umhverfisvænni samgöngumáta. Að minnsta kosti er full ástæða til þess að ætla að áhugi íslenskra neytenda á lífrænum og vistvænum vörum sé ekki tímabundinn heldur liður í þróun í átt til þess að umgangast jörðina sem við byggjum af meiri virðingu en við höfum gert undanfarna áratugi. Ekki eru nema fá ár síðan lífrænt ræktuð matvæli fengust eingöngu í nokkrum litlum verslunum.
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun