Veiði

Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti

Áfram heldur gæsaveiðin að vera góð í Gunnarsholti að því er segir á agn.is, söluvef Lax-ár. Nálega allir sem þangað hafi komið í haust hafi veitt upp í kvótann sem er tólf gæsir á byssu.

Veiði

Netaveiðiskugginn hvílir enn yfir vötnum

"Það má ekki gerast, enn eitt árið, að þið farið ekki að tilskipun Veiðimálastofnunarr, " segir í pistli á vef Lax-ár sem heldur áfram harðri gagnrýni á netaveiðibændur í Hvítá.

Veiði

Laxveiði í október

Laxveiðitímabilið er ekki búið því veitt er í þó nokkrum ám langt út október mánuð. Eru þetta allt hafbeitarár með töluverðri laxavon.

Veiði

Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi

Sumarið 1858 kom til Íslands skoskur maður að nafni James Ritchie. Fátt er að finna um þennan Skota í íslenskum heimildum annað en að hann var eigandi niðursuðuverksmiðju í Peterhead á Skotlandi og að hann settist að í Borgarnesi með það að markmiði að sjóða niður íslenskan lax.

Veiði

Veiddi flottan birting og heldur áfram í nepjunni

Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar, hefur verið að reyna fyrir sér í Hörgánni að undanförnu. Á sunnudaginn tók hjartað stóran kipp er hún landaði glæsilegum sjóbirtingi en síður gekk í fyrradag enda æði napurt við árbakkann þá.

Veiði

Setbergsá: 99% á maðkinn

Setbergsá er hreinræktuð smálaxaá, og er allur aflinn frá fjórum upp í sex pund. Að sama skapi má segja að leitun sé að hærra hlutfalli maðkaveiddra laxa á landsvísu, enda hentar áin mun betur fyrir þá sem brúka það agn. Af 53 löxum veiddust einvörðungu tveir á flugu - aðrir féllu fyrir möðkum veiðimanna," segir á vef SVFR

Veiði

Sogið: Minnsta veiði um árabil

Úr Bíldsfelli eru skráðir 135 laxar, úr Ásgarði eru skráðir til bókar 49 laxar, Alviðra er með 18 slíka og Þrastalundur aðeins 4 laxa í bók.

Veiði

Rússar í hart vegna netaveiði Norðmanna á laxi

Á milli 60–70% af þeim laxi sem veiddur er í netin eru hinn verðmæti vorlax sem stendur undir meginhrygningunni í rússneskum ám á þessum slóðum, að sögn Orra. Bent hefur verið á að veiðar Norðmanna séu brot á 66. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, en alþjóðleg nefnd vísindamanna hefur staðfest að laxinn sem um ræðir sé af rússneskum uppruna.

Veiði

Stangveiði í Skotlandi með besta móti

Eins sýnir tölfræðin að veiða/sleppa fyrirkomulagið í Skotlandi er að ná sífellt betri fótfestu en 73% af öllum laxi var sleppt árið 2011; 91% af vorveiddum laxi og 70% af öllum sjóbirtingi var sleppt.

Veiði

Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt

“Síðastliðna viku hefi ég verið að athuga Fnjóská með hinum enska veiðimanni, Mr. Fortescue, sem leigir hana. Áin hefir verið alfriðuð í 6 ár og auk þess dálítill partur af sjónum báðum megin [við ósa]. Þá var einnig í upphafi friðunartímabilsins gerður fiskvegur upp yfir Laufásfossa. Árangurinn af þessari aðgerð á ánni og 6 ára friðun, er alveg stórkostlegur og mörgum sinnum meiri en bjartsýnustu kunnáttumenn þorðu að vona.”

Veiði

Ekki náðist að veiða hreindýrakvótann

Ekki náðist að fella þrettán hreindýr af útgefnum veiðikvóta í sumar, en veiðum lauk í gær. Kvótinn var 1.009 dýr. Helsta ástæðan er sú að veiðimenn skiluðu leyfum sínum þar sem þeir höfðu ekki þreytt skotpróf, sem er skilyrði fyrir veiðum. Þetta olli því að mörgum leyfum þurfti að úthluta aftur sem gekk illa.

Veiði

Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra

Áætlaður veiðistofn nú er um 390.000 fuglar, en talið að veiðiþol sé 34.000 fuglar. Umhverfisstofnun leggur áherslu á að farið verði að ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða veiði upp á 34.000 fugla, sem geri um sex rjúpur á veiðimann, miðað við þann fjölda veiðimanna sem að jafnaði fari til rjúpnaveiða. Telur Umhverfisstofnun einnig rétt að viðhalda sölubanni á rjúpu.

Veiði

Veiðitölur LV: Dapurlegar lokatölur að tínast inn

Lokatölurnar í laxveiðiánum detta inn þessa dagana og undirstrikar það sem allir áhugamenn um stangveiði vissu fyrir allnokkru síðan; margar bestu árnar eru ekki hálfdrættingar á við veiðina í fyrra og lægstu veiðitölur í langan tíma staðreynd.

Veiði

Fimm milljóna tjón vegna kjúklinga og klósettpappírs

Leigutaki Ytri-Rangár vill að sveitarfélagið Rangárþing ytra greiði 5 milljóna króna bætur vegna tjóns sem varð er kjúklingaúrgangur lak frá sláturhúsi á Hellu í fyrra. Ekki okkar ábyrgð þótt við eigum fráveituna segir sveitarstjórinn.

Veiði