Veiði

Elliðaár teknar út fyrir sviga

Félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur munu ekki eiga á hættu að A-lumsóknir þeirra falli dauðar niður vegna úthlutunar í Elliðánum. Leyfin í ánna verða í sérstökum potti.

Veiði

Kvaddi með góðu splassi

Dýrustu veiðitúrarnir eru oftast ekki þeir eftirminnilegustu segir leiðsögumaðurinn Þorsteinn Hafþórsson sem gerir upp veiðisumarið sitt í fjölbreyttum pistli fyrir Veiðivísi.

Veiði

Kofi Guðmundar frá Miðdal fær nýtt líf

Frægur veiðikofi fjöllistamannsins Guðmundar Einarssonar frá Miðdal við Stóru-Laxá í Hreppum verður endurgerður í upprunalegri mynd. Um samstarfsverkefni Veiðifélags Stóru-Laxár og leigutaka árinnar, Lax-ár, er að ræða, en kofinn hefur öðlast sess sem eitt helsta kennileiti árinnar í huga veiðimanna sem venja komur sínar á veiðisvæðið.

Veiði

Norðurá fer í útboð

Veiðiréttareigendur við Norðurá ætla að setja ána í formlegt útboð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni.

Veiði

Vonast eftir aukahelgum í rjúpnaveiðinni

Stórveiðimaðurinn Þorsteinn Hafþórsson vonar að bætt verði við helgum í rjúpnaveiðinni svo menn fari sér ekki að voða við tvísýnar aðstæður. Í einum dal séu rjúpurnar úttaugaðar vegna refamergðar.

Veiði

Rjúpur detta inn fyrir austan

Veðrið hefur vafist fyrir skotveiðimönnum þá fáu daga sem heimilt hefur verið að ganga til rjúpna. Opnunarhelgin gaf þó dálítið á svæðum Strengja fyrir austan.

Veiði

Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum

Engin fæðisskylda verður í Laxá í Dölum næsta sumar. Með þessu bregst Stangaveiðifélag Reykjavíkur við óskum þeirra sem vilja draga úr kostnaði við veiði í betri ám landsins.

Veiði

Veiðin 2012: "Menn orðnir góðu vanir"

"Það eru miklu meiri líkur á því að veiðin muni skána á milli ára en var síðasta vor. Veiðin var einfaldlega það afleit í sumar," segir Þorsteinn Þorsteinsson, á Skálpastöðum, þegar hann er beðinn að meta stöðuna í stangveiðinni í lok vertíðar.

Veiði

Veiðin 2012: "Fyrst og fremst vantaði göngulax"

Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal.

Veiði

Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna"

"Sumarið fer væntanlega í bókina hjá mér sem ár vonbrigðanna,“ segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR. Hann segir ástæðuna vera að öll skilyrði fyrir góða eða að minnsta kosti þokkalega veiði, hafi verið fyrir hendi. "Seiðaárgangurinn sem hélt til sjávar í fyrra var allþokkalegur, það var snjór á hálendinu í vor og vatnsbúskapur virtist vænlegur. Sumarið byrjaði með flottri opnun í Norðurá, en svo datt botninn úr þessu og laxinn einfaldlega mætti ekki í árnar.

Veiði

Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar!

Um 55% af veiddum laxi var sleppt; 20% af laxinum var drepinn og þá allt smálax, en restin 25% var tekin í klak yfir veiðitímann og sett í kistur af veiðimönnum sem sérvalinn stórlax til undaneldis.

Veiði

Haustveiðin brást í Tungufljóti

Vonbrigði eru hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur með veiðina úr Tungufljóti í Skaftárhreppi þetta tímabilið. Nokkuð af fiski mun enn hafa beðið uppgöngu úr jökulvatninu þegar veiðinni lauk.

Veiði

Ekki skjóta trén á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd og Skógræktarfélag Skagastrandar skora á rjúpnaveiðimenn að stunda veiðarnar utan skógræktarsvæðisins í Spákonufellsborg.

Veiði