Stj.mál

Fréttamynd

Seðlabankinn óháður stjórnmálum

Skipan Davíðs Oddssonar sem Seðlabankastjóra hefur vakið misjöfn viðbrögð. Sumir segja að Seðlabankastjóri þurfi að hafa sérstaka þekkingu á efnahagsmálum. Aðrir segja starfið list. Allir eru þó sammála um að Seðlabankinn þurfi að vera óháður stjórnmálunum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hugsar um embætti varaformanns

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hafði strax eftir að Davíð Oddsson tilkynnti að hann hætti í pólitík samband við ýmsa stuðningsmenn, til að kanna hvort hann ætti stuðning í embætti varaformanns í Sjálfstæðisflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælti fyrirhuguðum vegaskatti

Á fundi borgarráðs í dag lagði Ólafur F. Magnússon, borgarráðsfulltrúi F-listans, fram svohljóðandi tillögu: "Borgarráð leggur áherslu á að ekki verði um gjaldtöku að ræða vegna umferðar um Sundabraut, en það fæli m.a. í sér sérstakan vegaskatt á þá Reykvíkinga sem búsettir eru á Kjalarnesi."

Innlent
Fréttamynd

Passar upp á gengið

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að mikill missir verði að Davíð þegar hann hættir afskiptum af stjórnmálum. "Hann er sá stjórnmálamaður sem hefur komið hvað mestu í verk af íslenskum stjórnmálamönnum, bæði fyrr og síðar og hefur gjörbreytt þessu samfélagi."

Innlent
Fréttamynd

Fagnar boðuðum samgöngubótum

Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja áherslu á samgöngubætur í höfuðborginni við ráðstöfun söluandvirðis Landsíma Íslands. Sérstaklega er því fagnað að ákveðið hafi verið að leggja átta milljarða króna til fyrsta áfanga Sundabrautar á árunum 2007-2010 og að ekki séu uppi áform um gjaldtöku af umferð um mannvirkið.

Innlent
Fréttamynd

Miðstjórnin einnig boðuð á fund

Ekki aðeins þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðaður á fund í Valhöll í dag heldur einnig miðstjórn flokksins, en ráðherra og þingmenn flokksins grunar að Davíð Oddsson utanríkisráðherra muni þá tilkynna að hann hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Fátt sem kemur á óvart

Tilkynnt var í gær að Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taki við sem sjávarútvegsráðherra 27. september.  "Ég hef sem betur ferið verið þátttakandi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á undanförnum árum. Ég var um tíma formaður sjávarútvegsnefndar og sit í sjávarútvegsnefnd, þannig að það er fátt sem kemur mér í rauninni á óvart."  

Innlent
Fréttamynd

Fátæklegra þjóðlíf

"Flokksstarfið, störf á þinginu og þjóðlífið verður mun fátæklegra þegar Davíð hverfur af þessum vettvangi," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og borgarfulltrúi.

Innlent
Fréttamynd

Brotthvarf Davíðs mikil tíðindi

"Það eru auðvitað heilmikil pólitísk tíðindi þegar maður sem hefur sett jafnmikinn svip á stjórnmálin og Davíð Oddsson hefur gert er að hverfa af sjónarsviðinu," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. "Davíð er mjög öflugur og verðugur andstæðingur og ég mun auðvitað sakna hans af hinum pólitíska leikvangi.

Innlent
Fréttamynd

Kveð með söknuði

Ég kveð auðvitað stjórnmálin með miklum söknuði því þau hafa verið líf mitt og yndi," sagði Davíð Oddsson á blaðamannafundi í gær að loknum þingflokks- og miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.

Innlent
Fréttamynd

Davíð hættir í stjórnmálum

Davíð Oddsson hættir í pólitík og verður seðlabankastjóri. Ákvörðun hans, sem hann kynnti í dag, kom flatt upp á marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ekki einungis áhrif á hagi Davíðs Oddssonar heldur hefur hún talsverðar tilfærslur í för með sér innan ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoði álögur á eldsneyti

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á fjármálaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis að taka til endurskoðunar álögur ríkisins á eldsneyti í tilkynningu sem sambandið sendir frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Birgir Ísleifur lætur af störfum

Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, hefur tilkynnt forsætisráðherra að hann óski að láta af störfum frá og með 1. október n.k. og hefur ráðherra fallist á beiðni hans. Birgir Ísleifur verður 70 ára í júlí á næsta ári og hefði orðið að láta af störfum í síðasta lagi í lok þess mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Hefur komið víða við

Davíð Oddsson utanríkisráðherra á að baki litríkan feril í stjórnmálum og óhætt að segja að um hann hafi gustað á stundum. En þótt stjórnmálin hafi verið hans helsta viðfangsefni hefur hann komið víða við.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamannafundur klukkan 15.15

Þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðuð til fundar í Valhöll klukkan tvö. Í kjölfarið, klukkan 15.15, hyggst Davíð Oddsson svo halda blaðamannafund og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann tilkynna þar að hann gefi ekki aftur kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bein útsending verður frá fundinum á <strong>Stöð 2</strong>, <strong>Bylgjunni</strong>, <strong>Talstöðinni</strong> og á <strong><a title="Blaðamannafundur Sjálfstæðisflokksins" href="http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=1002" target="_blank"><font color="#000080">VefTV Vísis</font></a></strong>. 

Innlent
Fréttamynd

Davíð verður seðlabankastjóri

Davíð Odddsson tilkynnti fyrir stundu á blaðamannafundi í Valhöll að hann hygðist ekki gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þá tilkynnti hann einnig að hann hygðist láta af embætti utanríkisráðherra 27. september og taka við sem formaður bankastjórnar Seðlabankans af Birgi Ísleifi Gunnarssyni.

Innlent
Fréttamynd

Farið of geyst með ráðstöfun fjár

Formaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnina fara of geyst í að ráðstafa fénu, sem fékkst fyrir sölu Símans, fram í tímann. Hún telur farsælla að leggja peningana til hliðar og ávaxta þá fyrst um sinn í stað þess að ráðstafa fénu fram í tvö næstu kjörtímabil.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn á kolrangri leið

Seðlabankinn er á kolrangri leið í vaxtamálum, segir varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Húsnæðiskostnaður er aðal þensluhvatinn í efnahagslífinu, en þáttur stóriðjunnar er miklu minni en búist var við vegna fjölda erlendra starfsmanna. Lagt hefur verið til að fjölga þeim ennfrekar.

Innlent
Fréttamynd

Virði ákvörðun Davíðs

"Davíð Oddsson á mjög farsælan feril í stjórmálum. Hann hefur verið í forystu íslenskra stjórnmála um langt skeið og reynst bæði traustur og úrræðagóður," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Davíð jafnvel sá sterkasti

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að stærstu stundirnar í pólitískum ferli Davíðs Oddssonar hljóti að vera þegar hann var kjörinn borgarstjóri 1982 og formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra 1991.

Innlent
Fréttamynd

Kom mörgum í opna skjöldu

Ákvörðun Davíðs að láta af þingmennsku og ráðherraembætti kom mörgum helstu samstarfsmönnum hans í opna skjöldu sem vildu ekki trúa því þótt sagt hefði verið frá því í hádegisfréttum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Búast við að flokkur mildist

Davíðs Oddssonar verður minnst sem eins af stórleikurunum á hinu pólitíska sviði, segja formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Þeir búast við að Sjálfstæðisflokkurinn mildist eitthvað við brottför Davíðs.

Innlent
Fréttamynd

Skilur eftir sig stórt skarð

"Þetta eru heilmikil tímamót og ég óska Davíð Oddssyni og hans fjölskyldu alls góðs og fyrst og síðast góðrar heilsu og langra lífdaga," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um vaxta- og gengismál

Fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um vaxta- og gengismál hófst klukkan hálfníu í morgun. Nú rétt fyrir fréttir stóð fundurinn enn yfir.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar mestar fyrir flokkinn

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrirhreyfingarinnar - græns framboðs, segir að pólitíkin á Íslandi muni breytast í kjölfar þess að Davíð Oddsson hverfur af vettvangi þeirra, en hann tilkynnti sem kunnugt er að hann hygðist standa upp úr stól utanríkisráðherra 27. september næstkomandi. Steingrímur segir að breytingarnar séu mestar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og það eigi eftir að koma í ljós hvernig sjálfstæðismönnum takist að vinna úr þeim.

Innlent
Fréttamynd

Geir Haarde næsti formaður?

Geir H. Haarde varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra tekur við embætti utanríkisráðherra af Davíð Oddssyni á ríkisráðsfundi 27. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Hættir sem formaður

Ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins grunar að Davíð Oddsson tilkynni að hann hætti sem formaður flokksins síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast vinna að flutningi flugs

Þverpólitísk samstaða hefur myndast á Suðurnesjum um stofnun félags sem mun beita sér fyrir því að samgöngubætur verði gerðar milli Straumsvíkur og Vatnsmýrinnar og að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkurflugvallar. Formenn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ ásamt fulltrúa óháðra hafa ákveðið að stofna félag til að vinna að þessu markmiði.

Innlent
Fréttamynd

Mikill tilfinningadagur

"Þetta er mikill tilfinningadagur," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Það vita allir hversu mikilhæfur og merkilegur stjórnmálamaður Davíð er." Þorgerður segir að mikill missir verði af Davíð. "Það sem Davíð hefur umfram okkur í stjórnmálum er að hann sér hluti fyrir fram sem við náum ekki alltaf að sjá."

Innlent
Fréttamynd

Afgreiðslu atvinnuleyfa flýtt

Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafa ákveðið í samráði við dómsmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti að breyta verklagi við afgreiðslu umsókna frá ríkisborgurum hinna átta nýju aðildarríkja EES-samningsins. Samkvæmt því mun afgreiðsla umsóknanna taka mun skemmri tíma en áður og verður forgangur ríkisborgara þessara landa áréttaður að íslenskum vinnumarkaði umfram ríkisborgara utan EES-ríkjanna.

Innlent